fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Óhugnanlegar tölur um ofbeldi barna: „Það vantar úrræði,“ segir umboðsmaður barna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. september 2025 08:00

Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eitt af þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir er að það vantar úrræði og þess vegna er mikilvægt að við fáum dýpri greiningar á þessum tölum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Á forsíðu blaðsins er sagt frá því að barnaverndartilkynningum hafi fjölgað mikið á fyrstu mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Eitt af því sem vekur mesta athygli er að tilkynningum vegna barna sem beita ofbeldi hefur fjölgað um 41,3%.

Salvör hefur áhyggjur af þessu og segir hún við Morgunblaðið að úrræðaleysi í málefnum barna kunni að skýra að hluta mikla fjölgun tilkynninga.

Þá sé nauðsynlegt að ítarlegri gögn og varpa til dæmis ljósi á það hvort fámennur hópur barna standi að baki fjölgun tilkynninga eða hvort sá hópur barna sem er í vanda sé stærri en áður.

Bent er á það að stjórnvöld hafi sett af stað átak eftir andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur á Menningarnótt í fyrra. Segir Salvör við Morgunblaðið að ef úrræðaleysi ríkir í málaflokknum komi það í veg fyrir að átakið skili tilætluðum árangri. Bendir hún þó á að hugsanlega hafi árangurinn af átakinu ekki enn skilað sér.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir
Fréttir
Í gær

Formaður VM fjallar um ágreining útgerðarmanna – „Ég hef ekki sjálfur þurft að glíma við Binna blanka“

Formaður VM fjallar um ágreining útgerðarmanna – „Ég hef ekki sjálfur þurft að glíma við Binna blanka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjónin sem urðu fyrir fordómum í Keflavík stækka við sig – „Þetta kaffihús er ekki aðeins okkar… það er líka þitt“

Hjónin sem urðu fyrir fordómum í Keflavík stækka við sig – „Þetta kaffihús er ekki aðeins okkar… það er líka þitt“