Á forsíðu blaðsins er sagt frá því að barnaverndartilkynningum hafi fjölgað mikið á fyrstu mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Eitt af því sem vekur mesta athygli er að tilkynningum vegna barna sem beita ofbeldi hefur fjölgað um 41,3%.
Salvör hefur áhyggjur af þessu og segir hún við Morgunblaðið að úrræðaleysi í málefnum barna kunni að skýra að hluta mikla fjölgun tilkynninga.
Þá sé nauðsynlegt að ítarlegri gögn og varpa til dæmis ljósi á það hvort fámennur hópur barna standi að baki fjölgun tilkynninga eða hvort sá hópur barna sem er í vanda sé stærri en áður.
Bent er á það að stjórnvöld hafi sett af stað átak eftir andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur á Menningarnótt í fyrra. Segir Salvör við Morgunblaðið að ef úrræðaleysi ríkir í málaflokknum komi það í veg fyrir að átakið skili tilætluðum árangri. Bendir hún þó á að hugsanlega hafi árangurinn af átakinu ekki enn skilað sér.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.