fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Neyðarlending á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþega

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. september 2025 13:30

Vél Virgin þurfti að gera neyðarlendingu. Mynd/Virgin Airlines

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél breska flugfélagsins Virgin Airlines þurfti að gera neyðarlendingu á Keflavíkurflugvelli á sunnudag, 21. september. Ástæðan var veikindi farþega.

Vélin var á leið frá Orlando í Flórídafylki til Manchester í Bretlandi þegar veikindin komu upp. En um er að ræða langt flug, rúma átta klukkutíma.

Næsti flugvöllur var Keflavíkurflugvöllur og var flugvélinni því flogið þangað. Þar tók sjúkralið á móti vélinni og sinnti farþeganum.

Vélinni var beint til Keflavíkur.

„Öryggi og velferð viðskiptavina okkar er ávallt forgangsatriði og við biðjumst velvirðingar á öllum þeim óþægindum sem þetta olli,“ segir í tilkynningu Virgin Airlines.

Eftir það hélt vélin aftur af stað til Manchester eins og áætlað var. Eins og gefur að skilja lengdi þetta ferðina umtalsvert.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jimmy Kimmell aftur á dagskrá hjá ABC

Jimmy Kimmell aftur á dagskrá hjá ABC
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Syndis kaupir virt netöryggisfyrirtæki í Svíþjóð

Syndis kaupir virt netöryggisfyrirtæki í Svíþjóð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Borguðu of háan fasteignaskatt í sjö ár en fá ekki endurgreitt

Borguðu of háan fasteignaskatt í sjö ár en fá ekki endurgreitt
Fréttir
Í gær

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Í gær

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“
Fréttir
Í gær

Tveir starfsmenn með stöðu sakbornings vegna bruna á Stuðlum

Tveir starfsmenn með stöðu sakbornings vegna bruna á Stuðlum
Fréttir
Í gær

Starfsmaður stal ómetanlegu armbandi faraós – Endaði í bræðslupottinum

Starfsmaður stal ómetanlegu armbandi faraós – Endaði í bræðslupottinum
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð