fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Lögreglan varar við netsvikum – Senda út pósta í nafni Skattsins

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. september 2025 11:34

Netþrjótarnir þykjast vera Ríkisskattstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikapósti sem sendur hefur verið á fólk og látinn líta út fyrir að koma frá Skattinum. En í póstinum er hlekkur sem beinir fólki inn á rafræn skilríki.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við tölvupósti netþrjóta, sem nú eru að senda út í nafni Ríkisskattstjóra. Hér er um svik að ræða, en með póstinum er verið að reyna að færa fólk inn á hlekk sem er til að opna rafræn skilríki. Við vörum við þessum pósti, en hann á að fara sömu leið og allir aðrir svikapóstar – eða beinustu leið í ruslið,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Hvetur lögreglan fólk til að vera athugult og kynna sér ávallt tölvupóstfang sendanda. Í þessu tilviki er sendandi netfangið noreply@smartijcc.com sem er með öllu ótengt Skattinum. Önnur heimasíða en island.is birtist sé ýtt á hlekkinn. Þá er heimilisfang Skattsins í póstinum einnig rangt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skellt í lás hjá Sælunni Reykjavík – Mygla í ljósabekkjum og hatrammar deilur eigenda

Skellt í lás hjá Sælunni Reykjavík – Mygla í ljósabekkjum og hatrammar deilur eigenda
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi
Fréttir
Í gær

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Í gær

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur