Mitsubishi Motors Europe frumsýndi í gær nýjan Eclipse Cross, 100% rafmagnsjeppling fyrir Evrópumarkað. Bíllinn er í flokknum C-SUV þar sem mesta samkeppnin ríkir og markar mikilvægt skref í rafvæðingu Mitsubishi. Hannaður í Evrópu, fyrir Evrópu sameinar alrafmagnaður Eclipse háþróaða aflrásartækni, djarfa hönnun, nýjustu stefnur og strauma í stafrænum lausnum til að mæta kröfum notenda í þessum stærsta ökutækjaflokki Evrópu. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.
Nýr Eclipse Cross markar endurkomu Mitsubishi Motors á evrópskan rafbílamarkað á eftir brautryðjandanum i-MiEV fyrsta fjöldaframleidda rafbíl heims. Bíllinn kemur fyrst með 87 kWh rafhlöðu sem verður með áætlaða WLTP drægni yfir 600 km, en meðaldræg útgáfa bætist við seinna á árinu 2026. Hraðhleðslumöguleikar allt að 150 kW tryggja áhyggjuleysi í daglegum akstri sem og á löngum ferðum. Framleiðsla hefst í lok árs 2025 í Douai-verksmiðjunni í Frakklandi, þar sem hann bætist í endurnýjað vöruúrval Mitsubishi í Evrópu sem inniheldur einnig Outlander PHEV og nýjan Grandis. Eclipse Cross mun gegna lykilhlutverki í vexti Mitsubishi í álfunni en fyrirtækið hefur jafnframt tilkynnt endurkomu sína á belgíska markaðinn.
„Nýr Eclipse Cross er mikilvægur áfangi fyrir Mitsubishi Motors í Evrópu,“ sagði Frank Krol, forstjóri Mitsubishi Motors Europe. „Þetta er fyrsti 100% rafmagnsjeppinn okkar fyrir þennan markað, hann sameinar það besta úr hönnun, tækni og verkfræði og gegnir lykilhlutverki í ferðalagi okkar inn í rafmagnaða framtíð.“
Nýr Eclipse Cross endurspeglar nýjustu hönnunarstefnu Mitsubishi með þróaðri Dynamic Shield concept framhlið og áberandi Wide Hexagon formum. Sportlegt útlitið er undirstrikað stílhreinu litavali og 19” eða 20” álfelgum. Fyrir þá sem vilja verður einnig hægt að fá hann tvílitan. Að innan sameinar hann hagnýta eiginleika og fágun. Stórt rafstýrt glerþakið gerir ökumönnum kleift að stjórna birtustigi með einum hnappi og það ættu allir að finna lit við hæfi með 48 lita LED-stemningslýsingunni. Farangursrýmið (allt að 1.670 lítrar) og fjölbreytt úrval aukabúnaðar tryggja að bíllinn hentar jafnt fjölskyldufólki og öðrum sem þurfa gott pláss á ferðalögum.
Stafrænar lausnir eru í fyrirrúmi í nýjum Eclipse Cross. Með Google stýrikerfi hafa ökumenn aðgang að Google Maps, Google Assistant og fjölbreyttu úrvali af öppum í gegnum Google Play. Þráðlaust Apple CarPlay og Android Auto er einnig í boði. Reglulegar hugbúnaðaruppfærslur í gegnum netið halda kerfum uppfærðum. Mitsubishi Motors smáforritið gerir notendum kleift að skoða upplýsingar um bílinn í rauntíma til dæmis um stöðu rafhlöðu. Eclipse Cross verður fáanlegur með Harman & Kardon hljóðkerfi sem tryggir fyrsta flokks upplifun þegar hlustað er á tónlist eða spjallþætti.
Nýr Eclipse Cross er útbúinn nýjustu öryggis- og akstursaðstoðarkerfum Mitsubishi. Hann byggir á sterkri og öruggri burðarvirkishönnun með háþróaðri höggvörn og rafhlöðuvernd. Allt að 20 öryggis- og aðstoðarkerfi (ADAS) eru í boði, þar á meðal MI-PILOT hálfsjálfvirkt aksturskerfi, sjálfvirk neyðarhemlun, Blind punkts viðvörun og skynvæddur hraðastillir með akreinamiðjun. Framúrskarandi ábyrgð Eclipse Cross kemur að sjálfsögðu með 8 ára ábyrgð. Rafhlaðan sjálf er tryggð í 8 ár eða allt að 160.000 km. Þetta undirstrikar sjálfstraust Mitsubishi á eigin tækni og skuldbindingu gagnvart viðskiptavinum sínum.