Mislingafaraldur geisar enn þá í Evrópu. Metár var í tilfellum á síðasta ári og tilfellum hefur fækkað. En staðan er samt enn þá alvarleg, sérstaklega á ákveðnum svæðum.
Árið 2024 greindust 35 þúsund tilfelli mislinga í Evrópu og hafa ekki greinst fleiri síðan árið 1997.
Fjöldinn í Evrópu tífaldaðist frá fyrra ári og voru langflest tilfellin í Rúmeníu, eða 27 þúsund talsins. Mun færri tilfelli komu upp í öðrum Evrópulöndum en ekkert land slapp alveg.
Í ár hafa komið upp 7 þúsund mislingatilfelli í Evrópu, það er í löndum Evrópusambandsins og EES svæðisins. Að sögn evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar eru flest tilfellin hjá óbólusettum börnum undir fimm ára aldri.
Yfirleitt eru mislingar ekki hættulegir en í sumum tilfellum geta þeir verið banvænir. Þá er sjúkdómurinn ákaflega smitandi. Bólusetningar draga úr einkennum mislinga.
Eins og í fyrra hafa flesti tilfellin á þessu ári komið upp í Rúmeníu, rúmlega 4 þúsund talsins. Þrír hafa látist vegna veikinnar þar í landi. Andstaða við bólusetningar hafa verið mikið vandamál í Rúmeníu lengi.
Næst flest tilfellin hafa komið upp í Frakklandi, rúmlega 800 talsins og flestir óbólusettir. Þar hafa 2 látist.
Einnig hefur verið töluvert um mislingatilfelli í Hollandi, Ítalíu, Belgíu og á Spáni.