Fyrstu viðbrögð Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, við því framferði Rússa að senda dróna sem geta borið sprengjuefni inn í lofthelgi Póllands, þykja sérkennileg og erfitt að ráða í þau.
„Hvað er eiginlega með Rússa að brjóta gegn lofthelgi Póllands með drónum? Nú fer þetta í gang!“ mætti þýða færsluna sem Trump birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social:
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir þetta vera það næsta sem við höfum komist allsherjarstríðsátökum frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Hann segist samt ekki hafa ástæðu til að ætla að Evrópa sé á barmi styrjaldar en hættan hafi aukist.