fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 16:51

Þjóðhátíð 2025. Mynd: Bent Marinósson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir hátíðina í ár verða þá sem hann muni lengst allra vegna samtakamáttar samfélagsins í Vestmannaeyjum, huga og hjarta íbúa. 

Segist hann aldrei hafa orðið vitni að neinu sem jafnast á við grettistak sem íbúar unnu um helgina þegar veðrið lék íbúa og þjóðhátíðargesti sem verst. Þakkar hann íbúum fyrir að opna heimili sín, þvottavélar og hjörtu fyrir gestum og að hafa myndað skjaldborg um velferð gesta Þjóðhátíðar í ár.

Þjóðhátíð 2025. Mynd: Bent Marinósson.

Yfirlýsing Jónasar er hér í heild sinni:

Kæru Eyjamenn og þjóðhátíðargestir,

Þjóðhátíðin í Eyjum 2025 verður líklega sú Þjóðhátíð sem síðast rennur mér úr minni. Þetta árið eru það ekki brennan, brekkusöngurinn eða blysin sem standa upp úr heldur samtakamáttur þessa samfélags sem við eigum hér í Vestmannaeyjum. Þá er ég ekki að tala um húsin, heldur huga okkar og hjörtu.

Þvílíkt grettistak sem unnið var hér á föstudagskvöldi, aðfaranótt laugardags og fram undir kvöld á laugardag. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins.

Verkefnin fyrir sjálfboðaliðana okkar og viðbragðsaðila voru ærin yfir nóttina, og þegar þrek- og þoltankar þeirra sem unnu um nóttina voru orðnir tómir, bættist við liðsauki alls staðar að úr bænum. Fólk lagðist á eitt með okkur og kláraði það sem þurfti að gera til að gera Herjólfsdal og allt svæðið tilbúið fyrir restina af hátíðinni.

Fjölskyldur opnuðu heimili sín og buðu gestum skjól sem lentu í vandræðum. Eyjamæður og ömmur buðu fram þurrkgrindur og þvottavélar til að þurrka blautan búnað og fatnað. Þvert á samfélagið okkar var mynduð skjaldborg um velferð gesta okkar.

Lögregla og viðbragðsaðilar lýstu hátíðinni einni af þeim rólegri þegar kom að áfengisneyslu og ofbeldi, sem staðfestir að forvarnastarf okkar ber árangur.

Ég er djúpt snortinn og yfir mig stoltur þegar ég skrifa þetta. Ég gæti haldið áfram að skrifa þakkir fram á næstu Þjóðhátíð, en ég treysti því að þakklæti mitt og allra þeirra sem með mér starfa í Þjóðhátíðarnefnd berist til ykkar allra sem lögðust í þetta með okkur.

Þjóðhátíðarnefnd vill færa öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar innilegar þakkir sjálfboðaliðum, björgunarsveitum, tæknifólki, tónlistarmönnum, viðbragðsaðilum og ekki síst heimafólki sem stóð vaktina í orði og á borði.

Eftir storm helgarinnar stendur eftir sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins.

Innilegar þakkir.

Fh. Þjóðhátíðarnefndar ÍBV

Jónas Guðbjörn Jónsson.

Þjóðhátíð 2025. Mynd: Bent Marinósson.
Þjóðhátíð 2025. Mynd: Bent Marinósson.

Þjóðhátíðarnefndina í ár skipa:

Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður

Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV

Guðrún María Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi

Hjörleifur Davíðsson, meðstjórnandi

Jón Þór Guðjónsson, meðstjórnandi

Daníel Frans Davíðsson, meðstjórnandi

Svanur Gunnsteinsson, meðstjórnandi

Alma Ingólfsdóttir, meðstjórnandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Í gær

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“
Fréttir
Í gær

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Í gær

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli