fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Segir alið á ótta gagnvart Evrópusambandinu – „Vér vesalingar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Sverrisson, fyrrverandi forstöðumaður Samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, líkir neikvæðri afstöðu sumra í garð ESB við efasemdir þegar Íslendingar færðu út landhelgi sína. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is, sem ber yfirskrifina „Vér vesalingar“. Ingólfur skrifar:

„Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Allt tal um ESB skal vera neikvætt í þeirra augum enda séum við svo smá og vesæl og megum okkar lítils í svo miklu bandalagi; erum jafnvel kúguð til hlýðni og undirgefni af fullkomnu miskunnarleysi. Við höfum verið vesalingar í þessum samanburði og munum alltaf verða það. Þetta er sagt í nafni sérfræði um málefnið og allir vondir við okkur og hin mestu fól.“

Sífellt tal um að Ísland megi sín lítils í samskiptum við stórveldin í ESB telur Ingólfur vera sambærilegt við úrtöluraddir um að  Íslendingar gætu ekki fært út landhelgina vegna hótana Breta og Þjóðverja. Íslenskir stjórnmálamenn hafi sem betur fer ekki hlustað á það. Það kom líka á daginn að með traustum málflutningi og baráttuanda höfðum við okkar fram:

„Á sama hátt létu íslenskir stjórnmálamenn sem vind um eyru þjóta þegar einhverjir efuðust um að hægt væri að færa út landhelgina í andstöðu við Breta og Þjóðverja. Þeir höfðu hótað okkur öllu illu ef við hrektum þá af Íslandsmiðum. En við fórum fram með góðan málstað, öfluðum honum fylgis annarra þjóða, börðumst djarflega og höfðum loks sigur. Nú er það starf allt undirstaða alþjóða reglu um landhelgi strandríkja. Sem betur fór hlustuðu íslenskir forystumenn ekki á úrtölur eins og nú er boðið upp á af svokölluðum „sérfræðingum” og leiðsögn þeirra vinsamlega afþökkuð.“

Raunverulegt sjálfstæði

Ingólfur talar mjög gegn einangrunarhyggju í grein sinni og telur Íslendingum farnast best með því að afla málstað sínum fylgis með samskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Minnimáttarkennd dragi þrótt úr samfélaginu:

„Þess vegna erum við þjóð sem er klyfjuð skynsamlegri djörfung, er í góðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar og fylgjum jafnan fram góðum og vel ígrunduðum málstað án minnimáttarkenndar eða hroka sem einkenndi okkur fyrir hrun.“

Ingólfur segir Ísland vera „raunverulega sjálfstætt“ í bestu merkingu orðins. Þjóðin sé stolt og óttist ekki að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Greinina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“
Fréttir
Í gær

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“