fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 19:15

Kristín Björnsdóttir. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Kristínar Björnsdóttir kvenskörungs og ævintýramanneskju er sveipuð ævintýraljóma og dulúð og ætti saga hennar heima á stóra tjaldinu. Kristín ferðaðist um Evrópu, vann sem fyrirsæta í London, kenndi dóttur Benito Mussolini ensku, var eftirsótt í skemmtanalífi Parísarborgar, starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York, og dvaldi í fangabúðum í seinni heimsstyrjöldinni.

Guðrún Hafsteinsdóttir segir sögu Kristínar, eða Stínu sterku eins og margir kölluðu hana, í tveimur þáttum á Rás 1.

Kristín fæddist árið 1909 í Vatnsdal, yngst fjögurra systkina, faðir hennar lést þegar Kristín var tveggja ára og fimmtán ára var hún komin til Reykjavíkur fastráðin hjá Landsímanum. Tvítug tók hún sér ársleyfi til að vinna sem fyrirsæta í London, heimkomin var hún fljótlega send aftur til stórborgarinnar til að læra tækninýjungar og leggja grunninn að talsambandi við útlönd, sem kom á 1. ágúst 1935.

28 ára flutti Kristín alfarið frá Íslandi til London. Á kreppuárunum hjálpaði hún Landsbankanum að fá lán hjá Hambros-banka, og bjargaði þannig þjóðarhag Íslendinga að mati margra en fékk engar þakkir fyrir.

Frá London hélt Kristín til Parísar, Belgíu og að lokum Ítalíu, þar sem hún kenndi Eddu, dóttur Mussolini, einræðisherra Ítalíu, ensku. Á þeim tíma komu Þjóðverjar að máli við Kristínu og vildu fá hana til starfa fyrir sig sem njósnari í Egyptalandi vegna tungumálakunnáttu hennar. 

„Þeir buðu mér gull og græna skóga, sögðu að ég gæti unnið ein eða með öðrum og jafnvel farið hvert sem ég vildi til að sjá hvernig þeir ynnu. Eftir nokkra daga sá ég að ég gat ekki færst undan lengur og sagði þá algjört nei. Einhvern veginn hafði ég vit á að þegja og allt gekk um tíma sinn vanagang. Ég umgekkst þá meðal annars háttsett fólk frá mörgum þjóðum og allt virtist vera í lagi, enda þótt ég vissi að nasistarnir létu alltaf fylgjast með mér.“

Kristín var að lokum handtekin og látin dvelja í fangabúðum á Ítalíu í rúm þrjú ár. Haustið 1943 frelsuðu herir bandamanna fanganna, Kristín var þá 34 ára.

Ævintýralegt lífshlaup Kristínar hélt áfram, hún vann fyrir bandaríska herinn og Rauða krossinn á Ítalíu. Þaðan fór hún til New York og fékk starf hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem hún starfaði í yfir tvo áratugi. Þegar hún fór á eftirlaun flutti hún aftur til Íslands. Kristín lést 11. október 1994, 85 ára að aldri.

Hér má hlusta á þættina um Kristínu Björnsdóttur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni