fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 13:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að konu verði gert að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingar (100 dagar) á grundvelli laga um fullnustu refsinga. Konan er sterklega grunuð um að hafa rofið skilyrði reynslulausnar sinnar með þátttöku í stóralvarlegu broti sem gæti varðað allt að 10 ára fangelsi.

Brotið átti sér stað á áfangaheimili í Reykjavík eldnsmemma að morgni þriðjudagsins 22. júlí. Par er þar grunað um líkamsárás, frelsissviptingu og byrlun. Eru þau sögð hafa þvingað ketamíni ofan í karlmann sem býr á heimilinu, misþyrmt honum í kjölfarið og stolið lyfjarúllunni hans.

Ásakanirnar eru studdar, auk framburðar brotaþola, gögnum úr myndeftirlitsbúnaði og framburði annarra íbúa í húsinu sem heyrðu gífurlegan hávaða, þar á meðal sársaukaóp mannsins, sem og vitnuðu um ástand hans eftir að parið hafði misþyrmt honum. Var maðurinn með skerta meðvitund eftir árásina og var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans.

Einn íbúanna sem gáfu skýrslu í málinu sagði að parið hefði, eftir að hafa þvingað ketamíni ofan í manninn, kastað sjónvarpi í höfuð hans, sparkað í andlit hans, kýlt hann og slegið. Sagðist vitnið hafa vaknað við skerandi öskur í brotaþola.

Annar íbúi segir að brotaþoli hafi bankað hjá sér um kl. 5:30-6:00, umræddan morgun með „mexíkóskan pottrétt í andlitinu“. Sagði hann brotaþola hafa verið týndan og „alveg úti á túni“. Sagði hann brotaþola hafa greint sér frá því að ung kona og karlmaður hafi komið í íbúðina hans og gefið honum ketamín, hann hafi orðið ósjálfbjarga vegna áhrifa efnisins og þau hafi lamið hann. Sagði vitnið að unga konan væri nýkomin úr fangelsi.

Lögreglustjórinn í Reykjavík gerir kröfu um að konan afpláni 100 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem henni varð gerð vegna afbrots árið 2022. Byggir krafan á því að sterkur grunur leiki á um aðild konunnar að þessum brotum. Það er almennt skilyrði reynslulausnar að viðkomandi gerist ekki sekur um nýtt brot á reynslutíma.

Konan neitaði sök en framburður hennar var ekki talinn trúverðugur gagnvart öðrum gögnum málsins.

Úrskurðinn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni