fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært tyrkneskan bæjarstjóri fyrir umferðarlagabrot á Suðurlandsvegi í sumar. Senol Kul, sem stýrir tyrkneska sveitarfélaginu Terme sem liggur við Svartahaf, var tekinn á 152 kílómetra hraða á klukkustand þann 1. júlí síðastliðinn þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km/klst. Keyrði Kul um á Toyota Yaris bifreið sem hann hafði leigt af gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu.

Neitaði að öllum líkindum sök

Kul yfirgaf hins vegar landið án þess að ljúka málinu og nú hefur ákæra á hendur honum verið gefin út. Var ákæran birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna eftir öðrum leiðum. Má leiða að því líkum að málið gegn Kul verði tekið fyrir að honum fjarstöddum og hann dæmdur til að greiða háa sekt, verður þó að teljast ólíklegt að hún verði nokkru sinni greidd.

Þegar erlendir ríkisborgar eru teknir fyrir umferðarlagabrot þá er málunum oft lokið með játningu og greiðslu sektar á staðnum eða með 30 daga greiðslufrest. Tyrkneski bæjarstjórinn hefur hins vegar að öllum líkindum neitað sök og yfirgefið síðan landið án þess að ljúka málinu.

Háð greiðsluvilja hins brotlega og frumkvæði hans

Talsvert er um að slíkar ákærur á hendur erlendum ríkisborgurum séu birtar í Lögbirtingablaðinu. DV hefur óskað eftir upplýsingum um fjölda slíkra mála og upphæð útistandandi sekta frá Inniheimtustofnun sveitarfélaga en fengið þau svör að ekki sé haldið utan um slíkar sektir eftir ríkisfangi.

Innheimta slíkra sekta er hins vegar strembin. Íslensk yfirvöld eru með samning við Norðurlönd um innheimtu sekta og sakarkostnaðar og er virk innheimta þar á milli.

Innheimta í öðrum ríkjum er háð greiðsluvilja sektarþola og frumkvæði hans,“ segir í svari frá Innheimtustofnun.

Hunsi bæjarstjórinn því málið þá fæst sektin aldrei greidd.

Birti engar myndir frá Íslandi

Senol Kul, sem er fæddur árið 1960, er vinsæll bæjarstjóri fyrir stjórnmálaflokkinn AKP, sem er flokkur Recep Erdogan, forseta Tyrklands. Hann starfaði meðal annars í ferðamannabransanum og sem leiðsögumaður áður en hann hellti sér í pólitíkina og hafði yndi af því að heimsækja ný lönd.

Um það leyti sem hann fékk sektina á Íslandi var hann á ferðalagi á Norðurlöndum og birti hann til að mynda myndir frá Færeyjum og Noregi á Instagram-síðu sinni þar sem hann er afar virkur. Hann birti þó engar myndir frá Íslandi.

DV hefur sent bæjarstjóranum fyrirspurn þess efnis um hvort að hann hyggist standa fyrir máli sínu fyrir dómi og greiða sektina verði það niðurstaða málsins. Engin svör hafa enn borist við fyrirspurninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni
Fréttir
Í gær

Sóley spyr hvort faraldur sé í uppsiglingu: „Fólk ber vandann sjaldnast með sér“

Sóley spyr hvort faraldur sé í uppsiglingu: „Fólk ber vandann sjaldnast með sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi