fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 12:37

Steindór Þórarinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steindór Þórarinsson, markþjálfi, hyggst stofna samtökin Strax í dag á næstunni og verður opinn kynningarfundur og skráning í samtökin haldin á viðburðastaðnum BIRD Reykjavík.

Í tilkynningu frá Steindóri kemur fram að Strax í dag er grasrót sem beitir sér fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu með gagnsæi, virðingu og mælanlegum aðgerðum. 

Við ætlum að hafna ríkisstyrkjum. Ástæðan er einföld. Opinbert fé á að fara í þjónustu við fólkið sem þarf hana og samtökin eiga að halda fullu sjálfstæði. Fjármögnun byggir á frjálsum framlögum, áskriftum og opnu bókhaldi.“ 

Hann segir ástæðuna fyrir stofnun samtakanna vera persónulega og alvarlega:

Ég er með ADHD og PTSD og hef reynslu sem aðstandandi. Ég lagði opnun Samson og endurkomu Samúel alfarið til hliðar til að einbeita mér að Strax í dag.

Ástæðan er persónuleg og alvarleg. Nýlega missti ég vinkonu. Ég setti stuttan status og í kjölfarið bárust mér 41 ítarleg frásögn um bið, hindranir og loknar dyr í þjónustu, auk yfir hundrað skilaboða um ótta við fordóma innan kerfisins. Færslan náði 279.632 birtingum. Samtals urðu 3.842 samskipti, 59 athugasemdir og 291 deiling. Ég taldi mig þekkja vandann en þessi viðbrögð settu mig í sjokk og urðu punkturinn yfir i-ið.

Fókusinn er skýr. Þetta snýst eingöngu um geðheilbrigðismál. Önnur átakamál og flokkapólitík eru ekki tekin inn. Við munum gagnrýna kerfið, en við erum ekki að leita stríðs. Markmiðið er samtal og aðgerðir sem hægt er að setja í gang strax í dag.

Við undirbúum opinn kynningarfund og skráningu á BIRD Reykjavík. Dagsetning og tími verða staðfest fljótlega. Þar kynnum við markmið, fyrstu aðgerðir og leiðir fólks til þátttöku.“ 

Steindór óskar eftir sögum um upplifanir af geðheilbrigðiskerfinu og geta þeir sem vilja sent þær á steindor@samson.is.

Ég deili ekki einkaframburði nema með skriflegu samþykki sendenda,“ segir Steindór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Í gær

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum