fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 12:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari hefur úrskurðað að kæra á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar vegna meðferðar á munum úr dánarbúi manns sem lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum haustið 2023 skuli tekin til meðferðar hjá Embætti héraðssaksóknara. Kæran er frá vini hins látna og fyrirtæki vinarins vegna meintra stolinna muna sem hann segir hafa horfið við tæmingu íbúðarinnar, þar á meðal voru handofin austurlensk teppi.

Eftir að hafa fjarlægt lík mannsins af vettvangi og haldlagt tölvur og símtæki afhenti lögregla leigusalanum íbúðina sem hinn látni hafði búið í en leigusalinn var Vestmannaeyjarbær, og starfsmenn á hans vegum tæmdu íbúðina.

Vinur hins látna staðhæfir að verðmæti í eigu gamla mannsins og hans sjálfs hafi horfið við þessa tæmingu og ekki komið fram aftur. Segist hann hafa geymt verðmæti hjá þessum vini sínum sem eru horfin. Auk þess hafi þessi vinnubrögð verið ólögleg þar sem leigusamningar mannsins við bæinn hafi ekki rofnað við lát hans heldur hafi þær skuldbindingar færst yfir á dánarbúið.

Kærði einnig vegna haldlagningar síma

Kærandi kærði upphaflega annars vegar vegna haldlagningar á síma í eigu hans úr íbúð mannsins og hins vegar vegna horfinna muna. Var lögregla kærð vegna símans en starfsmenn Vestmannaeyjabæjar vegna horfinna muna.

Héraðssaksóknari hóf rannsókn vegna kæru á hendur lögreglu en hætti henni síðan. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem hefur þá kæru enn til meðferðar. Héraðssaksóknari vísaði síðan kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar til meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Einn hinna kærðu, umsjónarmaður fasteigna í bænum, er faðir lögreglustjórans, Arndísar Báru Ingimarsdóttur. Af þeim sökum sagði hún sig frá málinu fyrr í sumar. Ríkissaksóknari hefur núna úrskurðað að sá hluti kærunnar sem lýtur að starfsmönnum bæjarins skuli fara til meðferðar hjá héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um rannsókn og eftir atvikum ákæru. Auk föður lögreglustjóra er þar um að ræða þrjá aðra starfsmenn, þar á meðal framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs.

Boltinn er nú hjá héraðssaksóknara en óljóst er á þessari stundu hvenær embættið tekur ákvörðun um framhald málsins sem hefur með einum eða öðrum hætti verið til meðferðar í kerfinu frá því maðurinn í Vestmannaeyjum lést fyrir tveimur árum.

Sjá einnig: Andlát aldraðs Vestmannaeyings dregur dilk á eftir sér – Lögregla skoðaði síma vinar hans án dómsúrskurðar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Í gær

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum