fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingur týndur í Búlgaríu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. ágúst 2025 18:24

Ólafs Austmanns Þorbjörnssonar er leitað í Búlgaríu. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendings að nafni Ólafur Austmann Þorbjörnsson er nú leitað af lögreglu í Búlgaríu. Málið er komið inn á borð lögreglunnar hér á landi sem hefur lýst eftir honum í alþjóðlegum kerfum lögreglu.

Aðstandendur Ólafs hafa lýst eftir honum á samfélagsmiðlum og segja að ekkert sé vitað um ferðir Ólafs síðan 18. ágúst síðastliðinn. Hann hafi síðast sést á bensínstöð í höfuðborginni Sofia. Ólafur er um 184 sentimetrar á hæð, með dökkt hár og grannvaxinn. Hann var í gallabuxum og svartri skyrtu þegar hann sást síðast. Aðstandendur segja Ólaf hafa glímt við veikindi og fengið krampaköst. Hann hafi verið skólaus, símalaus og skilríkjalaus þegar síðast sást til hans og aðstandendur Ólafs eru því afar áhyggjufullir.

Aðstandendur óska eftir upplýsingum og aðstoð frá þeim sem kunna að þekkja til í Búlgaríu. Viðkomandi eru beðnir um að hafa samband við annaðhvort aðstandendur eða lögregluna í Búlgaríu eða lögregluna á Suðurlandi sem er með mál Ólafs til rannsóknar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt
Fréttir
Í gær

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki