fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. ágúst 2025 13:30

Bryndís Klara Birgisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Snorrason tenór heldur ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Jónínu Helgadóttur, styrktartónleika þann 7. september í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. 

Birgir Karl Óskarsson tenór, faðir Bryndísar Klöru sem myrt var á menningarnótt árið 2024, og vinur hjónanna, er einn fjölmargra sem fram koma á tónleikunum.

 „Eins og oft áður þá skipulegg ég og Snorri syngur,“ segir Sigríður Jónína í samtali við DV.  „Við erum að vinna í að fá Skagfirðinga í lið með okkur og styrkja við þetta góða og þarfa málefni.“ 

Forsala miða er hér og einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.

Tekið er á móti frjálsum framlögum inn á reikning Tenor slf, kennitala  6501110520og reikningur 0133-15-012666. Allur ágóði miðasölunnar rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru.

Á tónleikunum koma fram auk Snorra og Birgis:  Sr. Halla Rut Stefánsdóttir, Rögnvaldur Valbergsson, undirleikari, Tríóið Hljómbrá, Gunnhildur og Kristvina Gísladætur, Vorvindar glaðir, stjórnandi Friðrik Þór Jónsson, Dagmar Helga Helgadóttir og Valgerður Rakel Rúnarsdóttir ásamt Ragnari Þór Jónssyni og Félagar úr Karlakórnum Heimi. Ekki er ólíklegt að einhverjir leynigestir láti sjá sig að sögn Sigríðar Jónínu.

Þann 13. júní síðastliðinn var fjallað um Bryndísarhlíð á vef Stjórnarráðsins, þar segir: 

Heilbrigðisráðuneytið undirbýr að hefja skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins og koma á fót móttöku á Landspítala fyrir börn sem beitt hafa verið ofbeldi. Stefnumótunarvinna stendur yfir og unnið er að gerð tilheyrandi fræðsluefnis og leiðbeininga. Einnig er áformað að setja á fót miðstöð fyrir börn sem þolendur ofbeldis og hafa Stjórnendur Minningarsjóðs Bryndísar Klöru lýst vilja til að styðja myndarlega við verkefnið. Horft er til þess að sjóðurinn kaupi eða fjármagni standsetningu á hentugu húsnæði undir slíka miðstöð sem myndi m.a. hýsa geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem sætt hafa ofbeldi.

Stjórnvöld kynntu 25. júní í fyrra áform um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal barna, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu og viðbragðsaðila í átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Í kjölfar hörmulegs atburðar á Menningarnótt í fyrra, þegar Bryndís Klara Birgisdóttir lét lífið eftir hnífstunguárás kynnti stjórnvöld enn frekari aðgerðir og settu á fót hóp um framkvæmd þeirra. Aðgerðahópurinn skilaði stöðuskýrslu um innleiðingu aðgerðanna í mars sl.

Undirbúningur heilbrigðisráðuneytisins að því að hefja skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum er meðal þeirra verkefna sem unnið er að. Framkvæmd skimunar verður á hendi skólaheilsugæslunnar. Áætlað er að skimun hefjist í haust til reynslu (pilot-verkefni) og að á grundvelli þess verði hægt að áætla umfang og þörf barna og aðstandenda þeirra fyrir þjónustu. Fjármagn til verkefnisins hefur þegar verið tryggt.

Miðstöðin verði nefnd Bryndísarhlíð

Minningarsjóður í nafni Bryndísar Klöru var stofnaður í september á liðnu ári og er forseti Íslands verndari hans. Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Þegar hafa safnast umtalsverðir fjármunir í sjóðinn og 11. júní sl. hófst söfnunarátak sjóðsins fyrir geðheilbrigðisúrræði fyrir börn sem þolendur ofbeldis. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis er í stjórn sjóðsins. Hún leggur áherslu á að úrræðið eigi að vera viðbót við þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi, þ.e. lágþröskuldaúrræði sambærilegt þjónustu Bjarkarhlíðar sem er fyrir fullorðna þolendur ofbeldis.

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir að framundan sé vinna við að skipuleggja og móta þá þjónustu sem veitt verði í Bryndísarhlíð og hvernig samstarfi og samvinnu verði háttað við aðra þjónustuveitendur, stofnanir og ráðuneyti. „Þjónustan í Bryndísarhlíð verður skipulögð og rekin af hinu opinbera en framlag Minningarsjóðs Bryndísar Klöru er húsnæðið fyrir starfsemina. Það er mikilsvert framlag í öllu tilliti og hugurinn, kjarkurinn og sá góði vilji sem að baki býr veit ég að mun verða öllum sem koma að verkefninu hvatning til að gera sitt allra besta“ segir Alma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt
Fréttir
Í gær

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“

Segir miklar afhjúpanir í Geirfinnsmálinu framundan – „Þá förum við út með þetta“
Fréttir
Í gær

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki