fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 18:00

Ivana Nikoline Brønlund ásamt dóttur sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk félagsmálayfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd eftir að nýfædd dóttir grænlenskrar móður var tekin frá henni aðeins klukkustund eftir fæðingu á grundvelli umdeilds „foreldrahæfisprófs“ þrátt fyrir að ný lög banni notkun þeirra á fólki sem eru af grænlensku bergi brotin.

Ivana Nikoline Brønlund, 18 ára, fædd og uppalin í Nuuk af grænlenskum foreldrum og leikmaður grænlenska handboltalandsliðsins, eignaðist dóttur sína Aviaja-Luuna 11. ágúst á sjúkrahúsi í Hvidovre, rétt utan við Kaupmannahöfn. Eftir aðeins eina klukkustund var barnið tekið í fóstur af sveitarfélaginu.

Í umfjöllun Guardian um málið segir Brønlund að hún hafi aðeins fengið að hitta dóttur sína í skamma stund eftir fæðinguna og ekki fengið að hugga hana né skipta á henni.  Þá liggi fyrir að hún eigi aðeins að hitta barnið tvisvar í mánuði, í tvo tíma í senn og undir eftirliti. Ákvörðun sveitarfélagsins hefur verið kærð og verður málið tekið fyrir þann 16. september.

Bann við prófunum virt að vettugi

Svo­kölluð „foreldrahæfispróf“ (FKU) hafa sætt mikilli gagnrýni lengi, sér í lagi gagnvart fólki frá fólki sem eru af grænlensku bergi brotin, og voru þau bönnuð með lögum sem tóku gildi í maí 2025. Þrátt fyrir það var Brønlund látin undirgangast slíkt próf en sveitarfélagið heldur því fram að ástæðan sé sú að ferlið hófst áður en lögin tóku gildi.

Sveitarfélagið fullyrti jafnframt að Brønlund væri „ekki nógu grænlensk“ til að lögin giltu um hana, þrátt fyrir að hún eigi grænlenska foreldra og sé bæði fædd og uppalin í Grænlandi.

Harðorð gagnrýni og mótmæli

Málið hefur vakið mikla reiði í Grænlandi og víðar. Skipulögð hafa verið mótmæli í Nuuk og  Kaupmannahöfn og þá kemur fram í umfjöllun Guardian að einnig séu fyrirhuguð mótmæli í Reykjavík.

„Þetta er skelfilegt dæmi um hvernig þessar prófanir eru notaðar gegn fólki af grænlenskum uppruna,“ hefur breska blaðið eftir Didu Pipaluk Jensen, sem búsett er á Íslandi og er ein þeirra sem stendur fyrir fyrirhuguðum mótmælum fyrir utan danska sendiráðið í Reykjavík.

Þá hefur Sophie Hæstorp Andersen, félagsmálaráðherra Danmerkur, lýstur yfir áhyggum sínum vegna málsins og krafið sveitarfélagið um skýringar á málinu. „Lögin eru skýr. Slík staðlað próf má ekki nota í málum sem varða fjölskyldur af grænlenskum uppruna,“ hefur Guardian eftir henni.

Persónuleg reynsla móðurinnar

Brønlund segir að hún hafi óttast fæðinguna vegna þess að hún vissi að dóttirin yrði tekin af henni. „Ég vildi ekki fara í fæðingu, því ég vissi hvað biði mín eftir á. Ég reyndi að halda barninu nær mér meðan það var í maganum – það var eina leiðin til að vera hjá því,“ sagði hún í viðtali við Guardian.

Hún segir að hjarta sitt hafi brostið þegar fyrstu heimsókn hennar til barnsins var skyndilega slaufað. „Ég var svo sorgmædd að ég gat ekki annað en grátið á leiðinni heim,“ sagði hún niðurbrotin.

Málið er það nýjasta í röð deilna um meðferð danskra yfirvalda á fjölskyldum af grænlenskum uppruna. Skammt er síðan svipað mál varðandi stúlkuna Zammi, sem var tekin af móður sinni, Keiru Alexöndru Kronvold, aðeins tveimur tímum eftir fæðingu, vakti mikla athygli. Þær mæðgur hafa ekki sameinast á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Í gær

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein