Ekkert foreldri barns á leikskólanum Múlaborg hefur óskað eftir flutningi úr skólanum eftir að upp komst um meint kynferðisbrot starfsmanns skólans gagnvart fleiri en einu barni á leikskólanum.
Þetta kemur fram í frétt RÚV sem byggist á svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofunnar.
Alls dvelja 128 börn í leikskólanum í sjö deildum en í áðurnefndri frétt kemur fram að starfsmannahópurinn standi þétt saman.
Hinn 22 ára gamli starfsmaður sem var handtekinn vegna málsins situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á meðan rannsókn lögreglu er í fullum gangi.