fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýrasta íþróttamynd sögunnar var slegin á uppboði um helgina og var kaupverðið rétt rúmlega 13 milljónir dollara, eða um 1,6 milljarða íslenskra króna.

Myndin, sem framleidd var af Upper Deck-fyrirtækinu fyrir tímabilið 2007-2008, er af tveimur bestu körfuboltahetjum sögunnar, Michael Jordan og Kobe Bryant heitnum, ásamt áritunum þeirra sem og bútum úr búningum sem þeir spiluðu í. Þykir það sérstaklega eftirsóknarvert að treyjubútarnir eru af lógói NBA-deildarinnar.

Um er að ræða einu myndina sem árituð er af bæði Jordan og Bryant og þess vegna var eftirspurnin eftir henni gríðarleg.  Áætlað söluverð var um 6 milljónir dollara fyrir uppboðið en sú upphæð rúmlega tvöfaldaðist.

Fyrir söluna um helgina átti mynd af hafnaboltakappanum Mickey Mantle frá árinu 1952 metið. Sú mynd seldist á uppboði árið 2022 fyrir 12,6 milljónir dollara.

Mickey Mantle var velt af sessi

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein