fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Pressan
Föstudaginn 22. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verrity Wandel, sem búsett er í borginni Brisbane í Ástralíu, hélt að hún myndi finna þvottinn, sem hún hengdi út á snúru áður en hún hélt til vinnu á dögunum, rennandi blautan þegar hún kæmi heim.

Þegar Verrity lagði af stað í vinnuna skein sólin en síðdegis byrjaði að rigna og bjóst hún því fastlega við því að finna þvottinn blautan.

„Þegar ég keyrði heim sá ég að það var enginn þvottur á snúrunni og mér þótti það dálítið skrýtið,“ segir hún í samtali við 9 News.

Þegar hún kom í garðinn sá hún að búið var að koma öllum þvottinum í skjól. Var það ekki fyrr en hún kíkti á upptöku úr öryggismyndavél sem hún er með í garðinum að hún sá að póstburðarmaður, sem hafði komið með pakka til hennar fyrr þennan dag, var sökudólgurinn – eða kannski frekar hetjan.

Póstburðarmaðurinn heitir Gurpreet Singh og er hann af indversku bergi brotinn og hefur hann starfað fyrir ástralska póstinn í fjögur ár. Verrity og hann mættu saman í viðtal í vikunni þar sem þau ræddu málið, en óhætt er að segja að myndbandið af góðverki hans hafi vakið athygli.

Singh sagði í viðtalinu að hann hafi í raun ekki hugsað út í það að hann væri að gera mikið góðverk og markmiðið hafi sannarlega ekki verið að vekja einhverja athygli. Hann hafi einfaldlega viljað koma þvottinum í skjól fyrir rigningunni. „Þetta tók mig eina mínútu,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”