fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað því að stöðva framkvæmdir við hið umdeilda vöruhús við Álfabakka í Reykjavík sem kallað hefur verið græna gímaldið. Búseti, sem á fjölbýlishúsið sem er aðeins örfáa metra frá vöruhúsinu, hefur lagt fram nýja kæru vegna byggingu hússins til nefndarinnar og hafði krafðist þess að framkvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan kæran er til meðferðar.

Búseti hefur nánar til tekið kært þá ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar að hafna kröfu félagsins um að framkvæmdaleyfi fyrir vöruhúsið verði afturkallað, byggingin rifin og allt jarðrask afmáð.

Fyrr á þessu ári lagði Búseti fram kæru til nefndarinnar vegna framkvæmdanna og synjunar byggingarfulltrúa á kröfu félagsins um stöðvun. Nefndin vísaði henni frá eftir að byggingarfulltrúi tók nýja ákvörðun og stöðvaði tímabundið framkvæmdir við kjötvinnslu sem á að vera í hluta hússins.

Búseti lagði fram kröfu í vor um að byggingarfulltrúi fyrirskipaði að framkvæmdaleyfi fyrir vöruhúsið yrði afturkallað, byggingin rifin og allt jarðrask afmáð. Um þremur vikum síðar komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að byggingin skyldi ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum. Byggingarfulltrúi hafnaði í kjölfarið kröfu Búseta sem hefur nú kært þá niðurstöðu til nefndarinnar og krafðist um leið tafarlausrar stöðvunar framkvæmda á meðan kæran er til meðferðar.

Úr skorið

Í kröfu Búseta kom fram að stöðvun framkvæmda væri nauðsynleg á meðan skorið væri úr um hvort framkvæmdir væru í samræmi við gildandi leyfi og skipulag. Slík ákvörðun hefði þýðingu á þessu stigi málsins þrátt fyrir að framkvæmdir væru langt komnar enda hafi hönnuður byggingarinnar lýst því yfir að hægt sé að breyta henni og Reykjavíkurborg lýst því yfir að mistök hafi verið gerð. Það hafi tekið rúmlega níu mánuði að fá niðurstöðu borgarinnar í málinu og á meðan hafi mannvirkið á lóðinni risið með tilheyrandi tjóni fyrir íbúa á svæðinu. Brýnt sé að framkvæmdum verði ekki haldið áfram eða lokið að fullu fyrr en fyrir liggi hvort framkvæmdin sé í samræmi við lög.

Reykjavíkurborg vísaði í andsvörum sínum til þess að hvorki væri knýjandi þörf á að stöðva framkvæmdir á meðan málið sé til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni né væru til staðar ástæður sem mæltu með stöðvun. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess að útgefið byggingarleyfi væri háð annmörkum sem valdið gætu ógildingu.

Af hálfu byggingaraðila, Álfabakka 2 ehf., var kröfu um stöðvun framkvæmda mótmælt harðlega, m.a. með vísan til þess að ytra byrði fasteignarinnar sé fullbyggt og einungis séu eftir framkvæmdir við kjötvinnsluna sem er á vegum leigutaka fasteignarinnar. Stöðvun framkvæmda væri til þess fallin að valda byggingaraðila og leigutaka hans miklu tjóni og væru hagsmunir þeirra aðila meiri en hagsmunir Búseta að því leyti til.

Ekki knýjandi

Almennt frestar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ekki réttaráhrifum þeirrar stjórnvaldsákvörðunar sem kærð hefur verið til nefndarinnar, nema ríkar ástæður þyki til. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að í þessu máli sé ekki talin knýjandi þörf á að stöðva framkvæmdir á meðan kæra Búseta er til meðferðar. Þá verði einnig að horfa til þess að framkvæmdirnar séu langt komnar og mannvirkið sem kæran varðar nú þegar risið. Verði kröfu Búseta um að stöðva framkvæmdir á meðan kæran er til meðferðar því hafnað.

Rétt þykir nefndinni þó að taka fram að framkvæmdaraðili beri áhættu af úrslitum kærumálsins kjósi hann að halda áfram framkvæmdum áður en niðurstaða málsins liggur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“