fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 14:12

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta ökumenn voru sviptir ökuréttindum í gær eftir að þeir náðust á myndavél við hraðamælingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Myndavélabíll lögreglunnar var í gær staðsettur við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut í Reykjavík, á vegarkaflanum á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Þar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni og hámarkshraði 30 kílómetrar á klukkustund.

„Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kringlumýrarbraut til suðurs í eina klukkustund, rétt eftir hádegi, og var brotahlutfallið 38%. Fimm óku á vel yfir 60 og þrír á meira en 70, en allir átta ökumennirnir eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar. Eftir vöktunina eiga alls 246 ökumenn von á sekt, en meðalhraði hinna brotlegu var 48. Þarna er núna 30 hámarkshraði vegna framkvæmdanna og ætti það að vera ökumönnum augljóst enda merkingar um það bæði skýrar og greinilegar,“ kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar.

„Þess má geta að lögreglan var við hraðamælingar á þessum stað í síðustu viku og þá var niðurstaðan á svipuðum nótum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt