fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 16:30

Auðunn Blöndal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir fylgja tímatalinu að í ár er árið 2025 eftir Krist. Sigurður Gísli Bond Snorrason er ekki einn þeirra. Hjá honum eru litlu-áramótin í dag og árið er 45 E.AB (eftir Auðunn Blöndal).

Í gamansömum pistli sínum segist Sigurður hafa velt því fyrir sér hversu mikil áhrif einn einstaklingur þarf að hafa til þess að ártal sé miðað við fæðingu þess einstaklings, líkt og í tilfelli Jesú Krists. 

„Við tölum einfaldlega um fyrir og eftir Krist. Er þessi ártalatalning komin til að vera um ókomna tíð? Eða munum við einhvern tímann upplifa slík áhrif eins einstaklings að við byrjum að telja upp á nýtt?“ 

Sigurður Gísli Bond Snorrason

Bendir Sigurður á að útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal á afmæli í dag og er 45 ára. Segir Sigurður fáa á Íslandi hafa haft jafn mikil áhrif á sína kynslóð og Auðunn Blöndal. 

„Hann hefur fylgt manni frá aldamótum og áhrifin leyna sér ekki. Fólk talar saman í frösum sem Auðunn Blöndal hefur skapað og þegar einhver vitnar í gamalt atriði eða atvik vita allir hvað er átt við. Auðunn er ekki einungis vinsæll og sturlaður fjölmiðlamaður, heldur er hann einnig ótrúlega góð manneskja. Fyrir mig skiptir það mestu máli. Auðunn hefur ekki áhuga núll á öðrum manneskjum heldur fær hann fólk til að brosa.“ 

Segist Sigurður hafa haldið upp á afmæli Auðuns síðustu ár.

„Þó ég átti mig á að áhrif Auðuns Blöndal blikna í samanburði við Jesú Krist. Fyrir mér og minni kynslóð eru litlu-áramótin í dag og árið er 45. Árið er 45 E.AB (eftir Auðunn Blöndal).

Góðan daginn Auðunn Blöndal og til hamingju með afmælið. Gleðilegt nýtt ár til þeirra sem fagna. Auðunn Blöndal, og dalurinn hristist.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“