fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 21:30

Maðurinn lést eftir að hafa sogast inn í þotuhreyfilinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri sogaðist inn í þotuhreyfil á flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Miklar raskanir og tafir á flugi urðu á vellinum vegna slyssins.

Maðurinn, sem var 35 ára gamall, komst í gegnum öryggisgæslu og hljóp inn á flugbrautina á Milan-Bergamo flugvellinum um klukkan 10:00 í dag. Var hann eltur af lögreglu en þá endaði hann fyrir framan þotuhreyfil sem var í gangi og sogaðist inn í hann.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til með að brjótast inn á flugbrautina en ekki er útilokað að hann hafi ætlað að enda sitt líf.

Samkvæmt blaðinu Il Corriere della Sera var maðurinn var hvorki farþegi í flugi né starfsmaður á flugvellinum. Hann hafði lagt bílnum sínum utan við flugbrautina og náði að komast í gegnum öryggishurð við þann stað þar sem farangur er ferjaður út og inn á flugbrautina. Rannsókn stendur yfir hvernig maðurinn náði að komast fram hjá öryggisgæslunni.

Alls var 19 flugferðum aflýst vegna slyssins. 12 frá og 7 til Mílanó. Flug byrjaði aftur um hádegið en miklar tafir urðu á flugferðum í allan dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda