fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 21:30

Maðurinn lést eftir að hafa sogast inn í þotuhreyfilinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri sogaðist inn í þotuhreyfil á flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Miklar raskanir og tafir á flugi urðu á vellinum vegna slyssins.

Maðurinn, sem var 35 ára gamall, komst í gegnum öryggisgæslu og hljóp inn á flugbrautina á Milan-Bergamo flugvellinum um klukkan 10:00 í dag. Var hann eltur af lögreglu en þá endaði hann fyrir framan þotuhreyfil sem var í gangi og sogaðist inn í hann.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til með að brjótast inn á flugbrautina en ekki er útilokað að hann hafi ætlað að enda sitt líf.

Samkvæmt blaðinu Il Corriere della Sera var maðurinn var hvorki farþegi í flugi né starfsmaður á flugvellinum. Hann hafði lagt bílnum sínum utan við flugbrautina og náði að komast í gegnum öryggishurð við þann stað þar sem farangur er ferjaður út og inn á flugbrautina. Rannsókn stendur yfir hvernig maðurinn náði að komast fram hjá öryggisgæslunni.

Alls var 19 flugferðum aflýst vegna slyssins. 12 frá og 7 til Mílanó. Flug byrjaði aftur um hádegið en miklar tafir urðu á flugferðum í allan dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Í gær

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Í gær

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“