fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 11:14

Mynd frá afhendingu styrksins árið 2023: Einar Björnsson frá Kótelettunni, Gréta Ingþórsdóttir frá SKB, Einar S. Eiríksson frá Stjörnugrís, Sigurður Sigurðsson frá Kjarnafæði, Höskuldur Pálsson frá Ali og Elvar Örn Rúnarsson frá Esju - Gæðafæði við afhendingu styrktarfésins til SKB. Mynd: Mummi Lú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistar- og bæjarhátíðin Kótelettan á Selfossi fer fram í 15. sinn næstu helgi. Á laugardag er árleg kótelettusala fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

Hátíðarhaldarar hafa síðustu ár staðið að sölunni í samstarfi við fyrirtækin Kjötbankann, Ali, Kjarnafæði, Stjörnugrís, SS og Mömmumat. Á kótelettusölunni býðst gestum að kaupa grillaðar kótelettur á staðnum eða til að taka með heim, og styðja þannig beint við mikilvægt starf SKB. Matborðið leggur til ljúffengt kartöflusalat sem selt er með kótelettunum.

„Þetta er eitthvað sem okkur þykir afar vænt um og hefur fest sig í sessi sem órjúfanlegur hluti af Kótelettunni,“ segir Einar Björnsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.

„Það gleður okkur ár hvert að sjá hve gestir hátíðarinnar eru viljugir að styðja við mikilvægt starf SKB  á jafn einfaldan og ljúffengan máta.“ 

Síðasta ár safnaði hátíðin 1,4 milljónum króna með kótelettusölunni. Þá tvöfaldaði skipuleggjandi hátíðarinnar, Einar Björnsson, framlagið og afhenti fulltrúum SKB og styrktaraðilum veglega fjárhæð.

Á kótelettusölunni gefst gestum hátíðarinnar tækifæri á að næla sér í úrvals grillaðar og ferskar kótelettur og styðja um leið við mikilvægt starf SKB. Á hverju ári mæta til leiks sérstakir heiðursgrillarar sem kynntir verða um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana