fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. júlí 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi vörubíls í Bústaðahverfi stóð bensínþjóf að verki í nótt en þjófurinn var að tappa díselolíu af bíl mannsins. Þjófurinn flýði af vettvangi og skildi eftir bílinn sinn. Eigandi vörubílsins er því með bíllykla mannsins í höndunum og í stuttri færslu á Facebook nafngreinir hann þjófinn og hvetur hann til að hafa samband við sig: „Hringdu ef þú vilt bíllyklana þína,“ segir hann.

Atvikið átti sér stað kl. 00:40 í nótt. Um er að ræða vörubíl með tengivagn en eins og meðfylgjandi mynd ber með sér skildi þjófurinn eftir brúsa og aftöppunarslöngu á vettvangi, auk bílsins síns og bíllyklanna.

„Ef hann vill fá bílinn sinn þá verður hann í sambandi,“ segir maðurinn í samtali við DV. Hann er ánægður með vinnubrögð lögreglu sem beitti drónum í leit sinni að þjófinum.

Vörubílseigandinn hefur hins vegar verið upptekinn við vinnu í dag og veit ekki hvernig rannsókn lögreglu hefur miðað. „Er búinn að vera að vinna í dag og hef ekki komist í þetta,“ segir hann. Hann segist búast við því að kæra en áður en hann tekur endanlega ákvörðun um það ætlar hann að heyra hljóðið í lögreglunni um málið.

Hann segir aðspurður að þjófurinn hafi ekki náð miklu eldsneyti af vörubílnum.

Óvíst hvort málin tengjast

Vísir greindi frá málinu fyrr í dag og ræddi við Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem segir lögreglu hafa brugðist hratt við. Kemur þar fram að grunaður maður í málinu hafi verið handtekinn: „Við fáum laust fyrir klukkan eitt í nótt tilkynningu um að það sé verið að stela olíu af vörubifreið í Bústaðahverfinu nálægt Sprengisandi. Við förum náttúrlega í það um leið og þá náum við á einn aðila þarna sem var handtekinn.“ Telur Unnar að lögregla hafi brugðist mjög hratt við.

Unnar segir of snemmt að segja til um hvort þetta mál tengist stóru þjófnaðarmáli hjá Fraktlausnum en þjófar töppuðu um helgina hundruðum lítra af díselolíu af flutningabílum fyrirtækisins.

Sjá einnig: Bíræfnir þjófar stálu nokkur hundruð lítrum af díselolíu – „Lögreglan hefur ekki áhuga á að stoppa svona lið“ – Myndband

Þjófagengið sem var að verki hjá Fraktlausnum virðist hafa stolið plastbrúsum frá ónefndu gluggaþvottafyrirtæki fyrr í mánuðinum, en um var að ræða alls tíu vatnsbrúsa sem taka hver 2o lítra.

Sjá einnig: Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“
Fréttir
Í gær

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“

Lítill pylsuhundur lifði í eitt og hálft ár í óbyggðunum – „Hún er orðin svolítið sjálfstæðari“
Fréttir
Í gær

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri
Fréttir
Í gær

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi