fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Ófrjóasta þjóð heimsins – Giftar konur hættar að eignast börn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. júlí 2025 20:00

Hver kona í Suður Kóreu eignast aðeins 0,72 barn á lífsleiðinni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvergi í heiminum er frjósemi minni en í Suður Kóreu. Þar á hver kona aðeins 0,72 barn. Búist er við því að Suður Kóreumönnum fækki mikið á komandi áratugum og að þjóðin eldist hratt.

Árið 1960 átti hver kona í Suður Kóreu 6 börn. Það er álíka mikil frjósemi og sést í löndum eins og Tjad og Miðafríkulýðveldinu í dag, frjósömustu svæði heims. Árið 2023 var frjósemin á hverja konu í Suður Kóreu hins vegar aðeins 0,72. Það er lægsta tíðni í heiminum.

Frjósemi hefur fallið mikið í Austur-Asíu, meðal annars í Kína, Japan, Tævan og Singapúr. Fall sem er mun meira en í Mið og Austur Evrópu, en þar þykir nóg um.

Mikil breyting upp úr 2010

Í grein Jon Pareliussen, hagfræðingi hjá OECD, á miðlinum Vox segir hann að þróunin hafi breyst mikið á undanförnum árum. Fæðingartíðni hafi lækkað í Suður Kóreu frá árinu 1960 til 2010 vegna þess að fólk giftist og eignaðist börn seinna á lífsleiðinni. Þar af leiðandi hafi það eignast færri börn.

Síðan 2010 hefur fæðingartíðnin hins vegar fallið mun hraðar. Ástæðan er sú að sífellt fleiri konur ákveða að giftast ekki og sífellt fleiri giftar konur ákveða að eignast ekki börn.

Helmingast á sex áratugum

Búist er við því að íbúafjöldi Suður Kóreu helmingist á næstu sex áratugum. Það er fari úr 52 milljónum í um 26. Samkvæmt útreikningum verða 58 prósent íbúanna eldri borgarar árið 2082, það er 65 ára og eldri. Hlutfallið á milli vinnandi fólks og aldraðra er í dag 28 prósent en verður 155 prósent gangi reikningarnir eftir.

Þetta hefur vitaskuld mikil áhrif á efnahag landsins. Skortur verður á vinnuafli og þunginn á velferðarkerfið eykst, bæði lífeyriskerfið, umönnun og heilbrigðismálin.

Dýrt að lifa

Ýmislegt í kóreysku samfélagi er fjandsamlegt fjölskyldum. Það er dýrt að lifa og eignast börn, sérstaklega í höfuðborginni Seoul þar sem fimmtungur landsmanna býr, og fólk þarf að vinna mikið. Það er minni tími til að sinna börnum og dýrt að ala þau upp.

Þá er samkeppni menntunar, atvinnu og lífsgæða gríðarleg í landinu. Um 80 prósent allra barna fá einkakennslu til þess að skara fram úr og fyrir þetta borga foreldrar um 10 prósent tekna sinna.

Fjölskylduvænar aðgerðir ekki dugað

Stjórnvöld hafa reynt að innleiða ýmsar fjölskylduvænar aðgerðir svo sem niðurgreiðslu daggæslu og lengingar fæðingarorlofs. Er þetta yfir meðaltali OECD ríkjanna. En það hefur ekki dugað til. Að sögn Pareliussen mun lítið breytast þar til samfélagið hafi fundið leiðir til þess að gera konum kleift að eignast börn, mennta sig og eiga frama á sama tíma. Lausnin sé ekki að fara aftur í tímann þegar karlar unnu en konur voru heima með börnin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ellefu stungnir í hrottalegri árás í Walmart

Ellefu stungnir í hrottalegri árás í Walmart
Fréttir
Í gær

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
Fréttir
Í gær

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum

Mökkaður Teslu-eigandi fær ekki bætur frá VÍS eftir að hafa rústað bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“