fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. júlí 2025 09:00

Bílnum var lagt úti á götu rétt hjá Landmannalaugum. Skjáskot/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hegðun margra erlenda ferðamanna á þjóðvegum Íslands er sögð svívirða og skapa hættu. Við Landmannalaugar náðist ljósmynd af bílaleigubíl sem var lagður úti á miðri götu, á móti umferð, með opna hurð og ferðamennirnir voru að spóka sig í vegkantinum.

„Á röngum vegarhelmingi, með hurðina galopna og alveg sama um allt. Við vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá þeim. Ég þurfti að öskra á þá til að loka hurðinni,“ segir sá sem tók ljósmyndina, nálægt Landmannalaugum fyrir skemmstu, á samfélagsmiðlinum Reddit. „Af hverju heldur fólk að það eigi rétt á þessu?“ spyr hann.

Þetta er ekki í fyrsta eða eina skiptið sem ökulag erlendra ferðamanna á Íslandi hefur komið til tals. Ekki er óalgengt, sérstaklega á sumrin, að sjá þá leggja út í kant eða hreinlega á miðjum þjóðvegum. Sjaldgæfara er þó að þeir leggi á móti umferð og með bílhurðina opna út á hinn helminginn.

Vanti fræðslu

„Ég velti því fyrir mér hvort að það ætti ekki að sýna ferðamönnum sem fljúga til Íslands fræðslumyndband í flugvélinni með leiðbeiningum fyrir ferðamenn?“ spyr einn í fjörugum umræðum um málið. „Við erum sífellt að ræða um sama málið, slæma hegðun ferðamanna.“

Aðrir hafa takmarkaða trú á að slíkt myndi duga. Meðal annars er nefnt að ökuráð séu sýnileg hjá bílaleigunum, meðal annars þeirri bílaleigu sem þessi tiltekni bíll var leigður hjá.

„Það segir greinilega að fólk eigi ekki að stöðva bílinn út á miðjum vegi. Þó það ætti nú reyndar að vera almenn vitneskja að gera það ekki,“ segir einn. „En ég býst við því að ef þú ert þannig manneskja sem leggur bílnum úti á miðjum vegi með engri vegöxl þá ertu sennilega ekki manneskja sem lest öryggisráð.“

Hrokafullir ungir ferðamenn

„Þetta er gagnslaust. Ef þú ert með ökuréttindi þá áttu að vita að haga þér ekki á þennan hátt,“ segir annar. „Þetta er afleiðing hrokafulls oftúrisma yngri kynslóðarinnar.“

„Ég er svo ánægður að hafa farið utan mesta annatímans,“ segir annar sem kennir veðrinu um. „Við mættum sárafáum bílum úti á miðjum vegi, þaðan af síður lögðum bílum. Það er eins og heitara veður dragi fram það versta í fólki á öllum ferðamannastöðum.“

Afsaka hegðunina

Einhverjir reyna þó að afsaka þessa hegðun eða segja að hún sé skiljanleg.

„Getur verið að vegna þess hvernig vegirnir eru gerðir og mikillar víðáttu sem fólk líti á þetta sem víðavang?“ spyr einn. „Að fólk beinlínis viti ekki hveru mikil vanvirðing þetta sé í öðru landi. Það er að í þeirra landi sé þetta venjulegt og umborið.“

„Við vorum með sömu tegund af Kia á leigu á Íslandi fyrir nokkrum mánuðum og hún bilaði úti á vegi eins og þarna, þessi er sennilega bara biluð,“ segir annar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aron Can sagður hafa hnigið niður í miðjum flutningi

Aron Can sagður hafa hnigið niður í miðjum flutningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð Borgarlínunnar

Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð Borgarlínunnar