Erlendur ferðamaður sem veiktist við Hrafntinnusker, á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er látinn. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu.
„Upp úr kl. 15 í gær barst útkall vegna veikinda erlends ferðamanns, skammt frá Hrafntinnuskeri. Þyrla Landhelgisgæslunnar, ásamt björgunarsveitum fóru á vettvang. Endurlífgun bar ekki árangur og var einstaklingurinn úrskurðaður látinn á vettvangi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.