Að minnsta kosti ellefu manns voru stungnir í skelfilegri hnífaárás sem átti sér stað í Walmart-verslun í Traverse City í Michigan á laugardagskvöldið.
Samkvæmt lögreglu réðst 42 ára gamall karlmaður af handahófi á viðskiptavini með hníf í hinum ýmsum deildum verslunarinnar um kl. 17:00 að staðartíma. Vitni lýstu mikilli ringlreið og ógn á staðnum.
Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi eftir að tveir hugaðir viðskiptavinir réðustu til atlögu og yfirbuguðu hann. Árásarmaðurinn, sem talið er að sé búsettur í fylkinu, hefur ekki verið nafngreindur þegar þessi orð eru skrifað né leggur fyrir hvort að hann hafi tengst fórnarlömbunum með einhverjum hætti.
Sex fórnarlömb eru alvarlega særð en fimm önnur sluppu aðeins betur samkvæmt bandarískum fréttamiðlum.
Fórnarlömbin voru flutt á Munson Medical Center, stærsta sjúkrahús Norður-Michigan, þar sem mikið álag skapaðist.
Rannsókn málsins stendur yfir og yfirvöld hafa beðið almenning að forðast svæðið. Ríkisstjóri Michigan, Gretchen Whitmer, og FBI hafa lýst yfir fullum stuðningi sínum við rannsóknina og þökkuðu fyrstu viðbragðsaðilum fyrir skjót viðbrögð.