fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Fréttir

Bjó til sprengjur og kom þeim fyrir á lestarteinum – „Hver vill sjá mig fara út og leika mér svona á morgun?“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 22:00

Gann var handsamaður áður en hann náði að valda skaða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á sextugsaldri að nafni Michael Gann hefur verið handtekinn í New York borg. Hann er sakaður um að búa til fjölda heimagerðra sprengja og dreifa um borgina.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Gann var handtekinn þann 5. júní síðastliðinn, grunaður um að búa til sprengjur og ætla að sprengja þær víðst vegar um Manhattan hverfið. Kemur þetta fram í ákæruskjali saksóknara sem var birt í þessari viku.

Gann var færður í járn eftir að hann kom fyrir heimatilbúinni sprengju á járnbrautarteinum við Williamsburg brúnna. En þar gengur neðanjarðarlest.

Þá hafði hann einnig komið fyrir sprengjum og skothylkjum úr haglabyssu á þaki fjölbýlishúss í SoHo hverfinu.

Ekki kemur fram hvað kom lögreglunni á sporið varðandi hegðun og athafnir Gann. En í ákærunni segir að á meðal gagna í málinu sé myndbandsupptaka úr öryggismyndavél sem sýni Gann fara upp á þak byggingarinnar með poka og skilja þar eftir fimm sprengjur.

Pantaði efni til sprengjugerðar

Þá kemur fram að um einum mánuði fyrr, það er í maí, hafi Gann pantað eitt kíló af kalíumklórati og annað af áldufti. Einnig hafi hann pantað meira en 200 papparör og 15 metra af kveikiþræði. Með þessum hlutum gat hann búið til að minnsta kosti sjö sprengjur.

Kemur fram að í einni sprengjunni hafi verið um 30 grömm af sprengidufti. En það er 600 falt leyfilegt magn sem notað er í flugelda.

Þegar Gann var handtekinn fundust á honum sjö sprengjur. Sagðist hann hafa kastað öllum öðrum sprengjum í ruslagám á öðrum stað á Manhattan en það reyndist ekki rétt.

Truflandi Instagram færsla

Þá kemur einnig fram að leitarsagan hafi verið skoðuð í tölvu Gann. Hafði hann meðal annars leitað eftir upplýsingum um hvernig ætti að verða sér úti um skotvopn. Sem og hvernig ætti að búa til sprengjur og fá efnið í þær.

Grunur leikur á að Gann hafi komið fyrir sprengjum á fleiri stöðum. Meðal annars við teina neðanjarðarlestar í borginni. Í truflaðri Instagram færslu hans má sjá hann kasta sprengju á lestarteinana. Í færslunni stóð: „Hver vill sjá mig fara út og leika mér svona á morgun?“

Gæti átt áratuga fangelsi yfir höfði sér

Gann hefur verið ákærður fyrir tilraun til skemmdarverka með sprengiefni. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm, en að minnsta kosti 5 ára dóm.

Þá hefur hann einnig verið ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni og flytja sprengiefni. Refsing fyrir það eru fangelsi allt að 20 árum.

„Öryggi New York búa er fyrir öllu,“ sagði Joe Clayton, saksóknari, í yfirlýsingu og hrósaði snöggum handbrögðum lögreglunnar í borginni við að handsama Gann áður en hann olli skaða. Gann eða lögmenn hans hafa ekki svarað spurningum fjölmiðla og ekki er vitað hverjar ástæður hans eru fyrir þessari hegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gylfi Ægisson er látinn

Gylfi Ægisson er látinn
Fréttir
Í gær

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump
Fréttir
Í gær

Fyrrum þingmaður ýjar að því að Morgunblaðið hafi sviðsett árásina á Eyþór

Fyrrum þingmaður ýjar að því að Morgunblaðið hafi sviðsett árásina á Eyþór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar