Keflavíkurflugvöllur kemst á lista yfir bestu flugvelli heims. Er hann í fimmta sæti af flugvöllum Evrópu og í þrítugasta sæti á heimslistanum.
Euronews greinir frá þessu.
Listinn var gerður af AirHelp og er byggður á tveimur breytum. Það er hversu vel flugtíminn stenst og áliti flugfarþega á viðkomandi velli.
Besti flugvöllur heims er alþjóðaflugvöllurinn í Höfðaborg í Suður Afríku. En á listann komust 250 flugvellir frá 68 löndum.
Besti flugvöllurinn í Evrópu er Flesland flugvöllurinn í Björgvin í Noregi samkvæmt AirHelp. En hann hafnaði þó aðeins í níunda sæti á heimslistanum.
Þeir evrópsku flugvellir sem höfnuðu fyrir ofan Keflavíkurflugvöll voru auk Flesland, Bilbao flugvöllur á Spáni, Bodö flugvöllur í Noregi og Gardemoen flugvöllurinn í Osló. Evrópskir flugfarþegar voru almennt ánægðastir með flugvöllinn í Lúxemborg og Schipol flugvöllur þótti hafa besta matinn en tafir á flugvöllunum drógu þá niður.
Verstu flugvellirnir voru Karþagó flugvöllurinn í Túnis og Diagoras flugvöllurinn á Ródos í Grikklandi.