fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. júlí 2025 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað myndir þú gera ef þú yrðir vitni að ráni? Þetta er spurningin sem þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni spurðu að er þeir ræddu við Guðrúnu Halldóru Antonsdóttur, sem varð vitni að ráni í Krónunni.

„Þetta var sem sagt þannig að ég er komin inn á sjálfsafgreiðslusvæðið eins og við mörg förum inn á og er að afgreiða mig og er að verða búin og tek eftir konu.“

Guðrún segir að það hafi verið rólegt í verslunni og lítið að gera rétt um kl. 19. Einn starfsmaður hafi verið á kassa verslunarinnar og annar í sjálfsafgreiðslunni. 

„Þá sé ég konu sem kemur inn með kókflösku, hún opnar flöskuna, borgar hana ekki, labbar fram hjá mér, nær í starfsmanninn og nær honum inn í búð og er að dreifa athygli hans.“

Guðrún hugsar með sér að hún ætli að láta starfsmanninn vita að konan greiddi ekki fyrir gosið, þegar hún sér mann og konu koma með troðfullar innkaupakerrur.

„Og labba bara beint að hliðinu, skanna einhvern miða og eru bara farin út með, við erum að tala um, á góðri íslensku, kjaftfullar kerrur.“

Konan með kókflöskuna var semsagt að sögn Guðrúnar búin að ná unga starfsmanninum á sjálfsafgreiðslusvæðinu inn í búð til að halda athygli hans, meðan parið fekk út. Er Guðrún sannfærð um að þremenningarnir hafi verið að vinna saman.

„Maður er kannski bara búinn að sjá svona margar bíómyndir eða eitthvað en maður veit svona hvernig þetta er þegar fólk er að dreifa athyglinni.“

Otaði litlum miða að Guðrúnu

Aðspurð um hver viðbrögð hennar voru segist Guðrún hafa sagt unga starfsmanninum frá þessu þegar hann kom tilbaka. Segir hún starfsmanninn ekki alveg hafa skilið hana.

„Svo ég labba út á bílastæði og labba að bílnum þar sem maðurinn er á fullu að moka úr körfunni, því þetta var náttúrulega ekkert í pokum, og er bara að fylla skottið á meðan konan er að fylla bílstjórasætið og gólfið. Og konan með kókflöskuna stendur fyrir utan og ég segi við þau: „Þið borguðuð ekki fyrir þetta. Þið stáluð þessu.“ Og konan lítur á mig og segir á ensku: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum.“ Og maðurinn rétti mér miða frá Bónus bara framan í mér, litla kvittun, og ég segi: „Þið tókuð þetta allt. Þið voruð ekki að borga. Þið voruð að stela þessu. “

Guðrún segist hafa reynt að fá starfsmann sér til aðstoðar. Konan með kókflöskuna hafi síðan hlaupið inn í bílinn, þremenningarnir skilið kerrurnar eftir og farið. Guðrún ræddi við starfsfólkið. Segir hún aðspurð að allar verslanir séu með myndavélar, en segir að þar sem allar verslanir séu komnar með sjálfsafgreiðslu þá verði væntanlega rosalega mikil rýrnun. 

„En ég náði bílnúmerinu, það er allt komið í réttan farveg. Mér finnst einhvern veginn að við eigum ekki að vera svona eins og sum segja að vera drull. Við eigum að láta vita og við eigum að vera vakandi fyrir svona. Það er ekki normal hvað er orðið mikið um skipulagða glæpastarfsemi.“

Segist Guðrún hafa heyrt fleiri sögur af sambærilegum atvikum. Segir hún að í mörgum verslunum sé einnig ungt starfsfólk á kassa, jafnvel í sinni fyrstu vinnu, og það þori ekki að fara í fullorðið fólk, þori ekki að segja eitthvað af ótta við að vera kannski að fara með einhverja vitleysu. Segist hún óhikað myndu bregðast eins við lendi hún aftur í að vera vitni að ráni.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Uppfært: Í frétt Vísis um viðtalið kemur fram að verslunin sem um ræðir er Krónan á Bíldshöfða í Reykjavík. Fréttastofa fékk staðfest að ofangreindur þjófnaður átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter
Fréttir
Í gær

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Í gær

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni
Fréttir
Í gær

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“