fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 09:37

Richard Walker forstjóri Iceland Foods

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennur dómstóll Evrópusambandsins hefur fallist á niðurstöðu Hugverkastofu Evrópusambandsins um að Ísland eigi vörumerkið Iceland. Hafnað var kröfum bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. um vörumerkið.

Deilurnar hafa staðið yfir í nokkur ár og greint hefur verið frá þeim í fjölmiðlum. Iceland Foods var stofnað árið 1970 og selur aðallega frosna matvöru. Fékk verslunin einkaleyfi á notkun nafnsins Iceland árið 2013 og hófstu deilurnar við íslensk stjórnvöld þremur árum seinna.

Hefur málið farið fyrir ýmis dómstig og Richard Walker, forstjóri Iceland Foods, hefur mætt í dómsal til að verja hagsmuni verslunarinnar. „Iceland gegn Íslandi. Við erum að berjast fyrir einkaleyfi á nafninu okkar,“ sagði Walker á sínum tíma.

Sjá einnig:

Forstjóri Iceland berst við Ísland um einkaleyfi nafnsins – „Fyrir mig persónulega og fjölskyldufyrirtækið okkar skiptir þetta miklu máli“

Nú hefur Ísland unnið stóran sigur, enda miklir viðskiptahagsmunir fyrir íslensk fyrirtæki að geta markaðssett sig með nafninu Iceland.

„Við fögnum auðvitað afdráttarlausri niðurstöðu okkur í vil í þessu mikilvæga máli fyrir hagsmuni lands og þjóðar“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. „Það skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtækin okkar að geta vísað til upprunans, til hreinleikans og til sérstöðu okkar á alþjóðavettvangi. Það felast verðmæti í heiti landsins og við stöndum áfram vörð um þessa hagsmuni fyrir Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi