fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 07:00

Vladimir Pútín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. júlí síðastliðinn fannst Roman Starovoyt, fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands, látinn í Tesla-bifreið sinni í úthverfi Moskvu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann lét af embætti. Dánarorsökin var byssuskot í höfuðið og við hlið valdamannsins fannst einkennilega skrautleg skammbyssa.

Andlát Starovoyt var úrskurðað sem sjálfsvíg en það leggja fáir trúnað á. Sér í lagi í ljósi óstaðfestra frétta um að á líkama ráðherrans fyrrverandi hafi mátt greina ummerki eftir nýafstaðnar barsmíðar.

Náinn samstarfsmaður lést sama dag

Roman Starovoyt var heldur ekki sá eini sem lést með dularfullum hætti þennan dag. Andrei Korneichuk, háttsettur embættismaður í járnbrautarrekstri og náinn samstarfsmaður Sarovoyt, dó nokkrum klukkustundum síðar með dularfullum hætti . Korneichuk var 42 ára gamall en hann er sagður hafa fallið skyndilega niður á fundi, örendur.

Margir efast um að þessi tvö dauðsföll séu tilviljun.

Opinbera skýringin á þeirri ákvörðun Starovoyt, valdamikils auðkýfings, að svipta sig lífi var sú að hann hafði verið ríkisstjóri í Kursk-héraði áður en hann reis til æðri metorða. Þar er hermt að átt hafi sér stað gróf misnotkun á opinberu fé, sem átti að fara í varnir héraðins en endaði í vösum óprúttina aðila. Spilaborgin var sögð vera að falla í kringum Starovoyt og því hafi hann ákveðið að flýja þessa jarðvist.

Aðrir telja að einhver hafi þurft að axla ábyrgð á því hversu auðveldlega Úkraínumenn náðu Kursk á sitt vald á síðasta ári.

Ótrúlegur fjöldi dularfullra andláta

Frá því að innrásin í Úkraínu hófst hefur fjöldi andláta meðal háttsettra embættismanna, auðkýfinga og stjórnarsinna í Rússlandi  vakið athygli og grunsemdir. Þeir sem falla í ónáð hjá forseta Rússlands, Vladimír Pútín, virðast gjarnan hverfa af sjónarsviðinu með dularfullum hætti.

Á sérstakri Wikipediu-síðu, þar sem haldið er utan um lista af þessum dularfullu dauðsföllum, stendur fjöldinn í tæplega 80 manns frá því að innrásin hófst. Í byrjun júlí féll til að mynda varaforseti ríkisolíufyrirtækisins Transneft, auðkýfingurinn Andrei Badalov,  út um glugga í Moskvu. Andlát hans var einnig úrskurðað sem sjálfsvíg.

Ýmsir valdamenn innan rússneska stjórnkerfisins eru sagðist stressaðir vegna málsins. Þeir vita sem er að þeir gætu verið gerðir að blórabögglum ef eitthvað fer úrskeiðis. Þyngsta refsingin í slíkum málum gæti orðið skyndilegur dauði.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi