Starfsmaður í verslunarkjarnanum að Bíldshöfða 20 varar við eldri karlmanni og félögum hans sem herjað hafa á húsnæðið í á þriðja ár. Segir hann manninn líta út fyrir að vinalegan og fátækan, en hér sé um allt annað að ræða.
„Mig langar að biðja þá sem rekast á þennan vinalega mann að vara sig á honum. Hann og allavega þrír kollegar hans og mögulegir samlandar hafa verið að herja á vinnustaðinn minn í Reykjavík í á þriðja ár og reyna á milli hnuplferða í verslanir hússins að hafa fé af vegfarendum með betli þar sem þau sitja um innganga hússins og hraðbanka.“
Segir maðurinn hópinn einnig reyna að mæta með búnt af smáum seðlum og biðja starfsfólk verslana að skipta þeim í stærri seðla, og nýti tækifærið til að skoða ofan í peningaskúffur verslananna.
„Löggan er ítrekað kölluð til og stuggar við þeim en þau koma alltaf aftur, enda er um að ræða þaulskipulagða iðju en ekki neyð. Endilega hafið varann á.“
Í fjölmörgum athugasemdum við færsluna í Facebook-hópi sem telur um 5700 meðlimi kannast margir við manninn og virðist sem hann fari víða um höfuðborgina. Fólk kannast við að hafa séð manninn fyrir framan Glæsibæ, í Mjódd, við Hagkaup í Spönginni, Smáratorgi, Smáralind, Mosfellsbæ, og við Costco. Segir einn að um sé að ræða atvinnubetlara frá Rúmeníu.
Einn segir manninn tvisvar sinnum hafa rétt sér miða sem stóð á að erlendi maðurinn ætti fimm börn og vantaði pening til að fæða þau „og bar sig ægilega illa,mjög ýtinn,þegar ég sagðist ekki eiga neina peninga þá kom bara please please please please,þannig ég bauð honum banana sem hann vildi ekki. Þetta var fyrir 2 til 3 árum í Lækjargötu í Reykjavík,þetta er bara stórt SCAM.“
Karlmaður segir manninn hafa komið í fyrsta sinn til landsins árið 2019-2020 stuttu fyrir kórónuveirufaraldurinn. Viðkomandi hafi unnið í ferðaþjónustunni og erlendi maðurinn oft komið til að bóka rúm og/eða herbergi. Maðurinn hafði alltaf suðað um afslátt þar sem hann væri fátækur og ætti ekki fyrir mat. Allt sem hér er sagt er satt. Hann er betlari, en félagar hans eru aldrei langt undan, tilbúnir að stökkva til og reyna að stela. Hann fylgist með hraðbönkum, peningakössum verslana og svo framvegis. Varið ykkur á honum, hann er ekki fátækur, heldur notaður til að betla og hjálpa til við þjófnað. Mér finnst leitt að svona fólk sé komið hingað og hagi sér með þessum hætti, sem verður til að smána okkur rúmena.“
„Ég sá þennan upp í Mosó fyrir framan Krónuna, sýndi mér miða í plasti þar stóð að hann ætti 6 börn, ég sagði honum að hann væri örugglega full gamall í svoleiðis ævintýri, og að biðja íslenska ellilífeyrisþega um pening væri ekki rétt þar sem hann væri örugglega að fá meira en ég. Svo veittust að mér arabísk hjón um þrítugt, ég skil smá í arabísku við Krónuna upp á höfða með samskonar miða, mjög aðgangshörð og þegar ég var komin inn í búð þá voru báðir jakkavasarnir niður renndir, sem voru uppi áður, ég hugsaði fínt þau hafa tekið snítubréfið sem ég var með í vasanum. Við íslendingar erum ekki vön svona betlis framkomu, en maður verður á verði hér eftir.“
„Við hjónin lentum í þessum. Hann var mjög aðgangsharður bar sig mjög aumlega þóttist vera með hungruð börn á framfæri. Maðurinn minn opnaði budduna og ætlaði að gefa honum einhvern pening, þá hrifsaði hann allt úr buddunni! Ferlegt að svona er fólk sé komið hingað á Ísland.“