fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. júlí 2025 14:18

Ingunn Svala Leifsdóttir forstjóri Olís og Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, klipptu á borðann á nýju Glans þvottastöðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glans opnaði nýja, sjálfvirka bílaþvottastöð hjá Olís á Selfossi sl. föstudag.

Þetta er önnur Glans-stöðin sem Olís tekur í notkun en fyrr á þessu ári var opnuð sjálfvirk stöð hjá Olís við Langatanga í Mosfellsbæ. Vegleg opnunarhátíð var við þvottastöðina á Selfossi laugardaginn 12. júlí þar sem þau Ingunn Svala Leifsdóttir forstjóri Olís og Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, klipptu á borða og opnuðu formlega þessa glæsilegu þvottastöð, eins og segir í tilkynningu. 

Gestum og gangandi var boðið upp á kaffi og kökusneið, börnin fengu nýja íspinnann „Olís með dýfu“ og Magnús Kjartan söngvari Stuðlabandsins tók nokkur lög.

„Við erum ótrúlega ánægð að hafa opnað þessa glæsilegu bílaþvottastöð og óskum Selfyssingum og öðrum íbúum Árborgar til hamingju með Glans,“ segir Ingunn Svala og bætir við: „Þessi stöð er annar áfangi þeirrar vegferðar sem við erum á með Glans og innan skamms munum við einnig opna þvottastöðvar á Olís við Gullinbrú og á Akureyri.“

„Ég óska íbúum til hamingju með þessa glæsilegu þjónustu. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið í þjónustu Olís við íbúa og gesti hér í sveitarfélaginu, og alla sem fara hér um, allan sólarhringinn,” segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar.

Með Olís – ÓB appinu er bæði hægt að kaupa stakan þvott hjá Glans eða áskrift að ótakmörkuðum þvotti sem gildir einn mánuð í senn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall