fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. júlí 2025 15:30

Alda Björk Ólafsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var ung lenti ég í ofbeldissambandi. Þegar ég reyndi að segja hon­um að þetta væri búið og að ég vildi ekki halda þessu áfram og var að reyna að hætta með hon­um þá bara brosti hann og sagði bara: „Ég veit þú elsk­ar mig, hættu þessu greyið mitt.“ Þetta var svona sál­fræðilegt of­beldi,“ 

segir söngkonan Alda Björk Ólafsdóttir í viðtali við Dagmál þar sem hún opnar sig um líkamlegt og andlegt ofbeldi sem fyrrum kærasti hennar beitti hana.

Alda Björk segist hafa verið auðvelt fórn­ar­lamb vegna ungs ald­urs, aðstæðna og reynslu­leys­is. „Ég var svo ung og ég var ekki orðin þessi mann­eskja sem ég er í dag. Þó svo að heil­inn í mér hafi aðeins úti­lokað þetta of­beldi frá hon­um þá urðu systkini mín vitni að því líka.“ 

Þegar ofbeldið átti sér stað var Alda Björk á hápunkti tón­list­ar­fer­ils­ins og hafði ofbeldið mik­il áhrif á hana og segir hún það hafa verið mikið áfall sem erfitt hafi verið að vinna sig úr, þessi slæma lífs­reynsla hafa litað til­finn­inga­líf henn­ar dökk­um lit­um. Hún hefur þó reynt að vera opin með það sem gerðist, til dæm­is með því að leyfa sögu sinni og upp­lif­un­um að hljóma í gegn­um lög sín. 

Alda Björk seg­ist ítrekað hafa reynt að losna úr sambandinu. Að lokum hafi hún séð að eina leiðin út væri að eignast annan kærasta, hún kynntist öðrum manni í gegn­um vinn­una og flutti heim til hans.

Fyrri kærastinn var þó ekki alveg búinn að gefast upp.

„Í síðasta skipti sem ég sá hann þá reyndi hann að ræna mér. Við vor­um á bens­ín­stöð, ég og nýi kærast­inn minn. Hann fer inn að borga og ég sit úti í bíl á meðan. Þá kem­ur hann, of­beld­ismaður­inn, á þess­um græna ógeðslega bíl sem hann átti, og bað mig um að koma inn í bíl til sín því hann langaði svo til að biðja mig af­sök­un­ar á hinu og þessu. Og ég fer út úr bíln­um og inn í hans og spyr hvað hann vilji. Það sem bjargaði mér var að ég var með ann­an fót­inn út fyr­ir þannig að bíl­h­urðin lokaðist ekki. Vegna þess að þegar ég er kom­in inn í bíl þá ýtti hann á læs­ing­una sem læs­ir öll­um hurðum og brunaði af stað. En af því að ég var með ann­an fót­inn út fyr­ir hurðina þannig að hún læst­ist ekki þá gat ég hent mér út. Ég henti mér út úr bíln­um. Og ég veit það, eft­ir að hafa horft mikið á saka­málaþætti í gegn­um tíðina, að þetta er al­veg 100% týp­an sem hefði tekið mig eitt­hvert og hann hefði drepið mig.“

Alda Björk kærði manninn aldrei, en óttaðist hann í mörg ár eftir atvikið og þóttist sjá hann í mörgum öðrum karlmönnum.

Hér má horfa á viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Í gær

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall