fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Byssuskot á hóteli í miðborginni: Búið að yfirheyra alla fimm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. júlí 2025 13:30

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotið var úr byssu inni á hótelherbergi á Black Pearl hótelinu við Tryggvagötu í Reykjavík á föstudagskvöld. Engan sakaði en hætta skapaðist af framferðinu.

Fimm manns voru handteknir um helgina vegna atviksins og voru allir yfirheyrðir. Þeim hefur verið sleppt lausum og er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir þeim.

Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, segir í samtali við DV að ekki hafi verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Hún vill ekki ganga svo langt að segja að málið sé fullupplýst en segir að rannsókn gangi óneitanlega vel.

DV hefur heimildir fyrir því að um slys hafi verið að ræða fremur en árás en Elín Agnes vildi ekki staðfesta það.

Aðspurð segir hún að mennirnir fimm séu allir Íslendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Í gær

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum