fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. júlí 2025 17:30

Skjáskot af myndbandi þar sem sjá má Ivan Voronych nokkrum andartökum fyrir morðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir meintir rússneskir launmorðingjar, karl og kona, voru skotnir til bana af SBU, öryggisþjónustu Úkraínu, eftir að hafa reynt að verjast handtöku í morgun.  Samkvæmt yfirlýsingu frá yfirmanni SBU, Vasyl Malyuk, var fólkið sagt bera ábyrgð á morði Ivan Voronych, fimmtugs háttsetts úkraínsks njósnara, sem var skotinn fimm sinnum með hljóðdeyfi í miðri íbúðargötu í Kænugarði fyrir helgi.

Vasyl Malyuk

Síðan þá hefur staðið yfir víðtæk leit að ódæðismönnunum og segir Malyuk í yfirlýsingunni að hann hafi sjálfur stýrt þeim aðgerðum. Fullyrðir hann að launmorðingjarnir tveir hafi komið sérstaklega til Úkraínu á vegum FSB, rússnesku leyniþjónustunnar. Þau hafi fylgst náið með ferðum Voronych og síðan látið til skarar skríða þennan örlagaríka dag.

Sjá einnig: Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

 

Konan var nafngreind sem Narmin Guliyeva, 34 ára, en maðurinn hefur ekki verið formlega nafngreindur opinberlega, þó mynd af honum hafi birst.

Óskýrum myndum af Guliyevu og ónefndum manni var dreift. Þau eru nú sögð látin.

Hinn látni Voronych var háttsettur njósnari Úkraínumanna og er talinn hafa stjórnað leynilegum aðgerðum innan Rússlands og gert þarlendum yfirvöldum ýmsar skráveifur.  Ekki hafa birst myndir af honum eftir dauða hans, sem sagt er gefa til kynna hversu leynilegar aðgerðir hans voru.

„Það eru aðeins ein örlög sem bíða óvinarins á yfirráðarsvæði Úkraínu – og það er dauðinn,“ sagði Malyuk harðorður í áðurnefndri yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“