fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. júlí 2025 09:08

Hrafn Jökulsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfum erfingja Hrafns Jökulssonar heitins um skaðabætur vegna harkalegrar handtöku, flutnings á sjúkrahús, nauðungarvistunar á sjúkrahúsi og framkvæmdar nauðungarvistunar. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis var kveðinn upp þann 4. júlí síðastliðinn.

Hrafn höfðaði málið sjálfur þann 8. september 2022, níu dögum áður en hann lést eftir snarpa baráttu við krabbamein. Lögmaður dánarbúsins sá ekki ástæðu til þess að halda áfram með málið en gaf erfingjum hans leyfi til þess að fylgja því eftir fyrir dómstólum sem án efa var í samræmi við vilja Hrafns.

Hrafn greindi sjálfur frá ákærunni á hendur ríkinu í eftirminnilegu helgarviðtali við Fréttablaðið skömmu fyrir andlátið. Þar sagði hann það snúast um „hvað hafði gerst á Brú í Hrútafirði þann 31. október 2022 klukkan 23.06“.

Þá réðst sérsveit ríkislögreglustjóra til atlögu við Hrafn, 54 mínútum áður en hann myndi fagna 55 ára afmæli sínu, þar sem hann var staddur á Brú í Hrútafirði og var hann í kjölfarið handtekinn með harkalegum hætti og nauðungarvistaður í tvær vikur.

Harkaleg handtaka sérsveitar

Lýsti Hrafn atburðarásinni svo í áðurnefnduviðtali.

„Ég hafði sent vinum mínum hvatningarorð í tilefni af afmæli mínu og beðið þá um að gefa nú Veraldarvinum afmæl­isgjöf af þessu tilefni. Síðan gekk ég fram að tröppurnar til þess að kalla á hundinn Mosa. Hundurinn Mosi ætlaði með mér í frelsið daginn eftir.

Ég stóð þarna í myrkrinu. Himinninn var stjörnum skreyttur og tunglið óð í skýjum. Mér fannst ein­hverjir nornakraftar vera í loftinu en ég gat ekki ímyndað mér að neitt slæmt gæti hent á svo fögru kvöldi.
En þar sem ég stóð þarna og ætlaði að kalla á hann Mosa minn byrjuðu allt í einu blá og rauð ljós að blikka í myrkrinu. Á þeim var ekkert form og það fyrsta sem þessum fjörutíu­la datt í hug var: En gaman, er þetta geimskip?

En þá heyrðist rödd úr myrkrinu sem kallaði: „Vopnuð lögregla! Hrafn, upp með hendur!“ þá hugsaði ég og ég man hverja nanósekúndu eins og ég man líf mitt mestan part: Ekki geimskip, vopnuð ríkislögregla?? Þá komu, eins og í Andrés­blöðunum tvö spurningarmerki. Og síðan setningin á ensku, einhverra hluta vegna: „I hit the jackpot.“

Mesti geðgreinandi mannkynssögunnar

Hrafn segist að sjálfsögðu hafa farið að fyrirmælum lögreglu og lyft höndum áhyggjuslaust til himins.

„Mér er skipað að ganga til þeirra með uppréttar hendur. Ég hlýði því og geng inn í myrkrið. Síðan skipar hrædd rödd mér að stöðva og svo að krjúpa. Svo koma tveir hræddir menn í myrkrinu, skella mér í mölina og ég er handjárnaður eftir öllum víkinganna kunstarinnar reglum. Meðan þessu fer fram þá tala ég hægt og yfirvegað í trausti þess að þessi vopnuðu óargadýr séu með upptökubúnað á sér.“

Hrafn segist því hafa lýst því hvernig hann var tekinn „algerlega óþarflega“ hörðum tökum.

„En ekki nóg með það. Þeir halda mér þarna niðri í mölinni, að því er mér finnst vera í heila eilífð. Við tímamælingar kemur í ljós að tveir víkingar tóku sér sex og hálfa mínútu í ofsafengna leit í vösum á einum 55 ára karli.

Þetta var eins og tröllanuddið. Ég var á tímabili að missa andann og reyndi að lýsa því í upptökunni líka og þótt ég óski engum þessa þá þakka ég þeim kærlega fyrir því ég hef ekki fengið annað eins nuddið um dagana. Eftir allar þessar aðfarir þá var ég dreginn inn í húsið á Brú. Þar var ég látinn sitja á stól, handjárnaður, og víkingarnir röðuðu sér í kringum mig.

Síðan birtist inn úr dyrunum hvítklædd vera, frá toppi til táar, með grímu og gleraugu. Einn af víkingunum bendir á mig og segir: „Læknir, geturðu staðfest að þessi maður sé í maníu?“ Hvítklædda veran, án þess svo mikið sem bjóða góða kvöldið, segir: „Já.“

Ég halla mér fram og spyr hver þetta eiginlega sé. Þessi mesti geðgreinandi mannkynssögunnar sem sögur fara af. Þá reynist þetta vera héraðslæknir á Hvammstanga, roskinn maður, sem ég hafði aldrei heyrt eða séð og hefur aldrei við mig talað og tók sér sem sagt ekki sekúndubrot í þessa geðgreiningu sem varð til þess að víkingarnir drógu mig upp í sjúkrabifreið og þar var ég handjárnaður ofan í sjúkrabörur að beiðni læknisins.

Síðan vorum við bara allt í einu á brunaleið í bæinn frá Brú í Hrútafirði en ég ekki á leið í háttinn að klappa honum Mosa mínum.“

Kröfðust 65 milljóna króna í skaðabætur

Eins og áður segir lifði Hrafn það ekki að berjast sjálfur í dómssal. Fóru erfingjar hans fram á 65 milljónir króna í bætur vegna málsins en krafan var sundurliðuð í átta liðum sem byggðist á því hvað Hrafn gekk í gegnum.

Voru þeir sem stóðu að handtökunni og síðar nauðungarvistuninni kallaðir til vitnis vegna málsins og var niðurstaða dómara  í stuttu máli sú að meðalhófs hefði verið gætt, þvingunaraðgerðirnar hafi haft viðhlítandi lagastoð og ekki hafi verið brotið á mannréttindum Hrafns.

Var íslenska ríkið því sýknað af miskabótakröfunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“