fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. júlí 2025 07:30

Myndir af Trump loga í Brasilíu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynning Donald Trump um að hann hyggðist leggja 50 prósent toll á allar vöru sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna frá Brasilíu hefur hleypt illu blóði í íbúa Suður-Ameríku ríkisins. Þá ekki síður þau skilaboð bandaríska forsetans um að verslun ríkjanna hefði verið „mjög ósanngjörn“ í garð Bandaríkjanna í gegnum árin og að hætta ætti við yfirvofandi dómsmál gegn fyrrum forseta, Jair Bolsonaro, þar sem hann er sakaður um djúpstæða spillingu.

Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, brást fljótt við hótunum Trump og hét því að þarlend stjórnvöld myndu þegar í stað svara með því að leggja 50 prósent toll á bandarískar vörur.  Trump hótaði þá þegar í stað að hann myndi hækka tollana enn meira ef það yrði gert.

„Virðing er af hinu góða. Ég býð mína virðingu og vill gjarnan njóta þess sama,“ sagði forsetinn í viðtali við sjónvarpsstöð þar í landi.

Kröftug viðbrögð hans urðu þó ekki til þess að sefa þjóðina. Fjölmargir Brasilíubúar flykktust út á götur Sao Paulo í gærkvöldi til að mótmæla Trump. Mátti sjá myndir af forsetanum verða eldi að bráð og skilti með kröftugum skilaboðum. Var Trump meðal annars kallaður „óvinur þjóðarinnar“ af mótmælendum.

Stjórnmálaskýrendur klóra sér hins vegar í kollinum yfir hótunum Trump enda hafa slíkar hótanir um tollahækkanir beinst gegn löndum sem Bandaríkin eru með neikvæðan vöruskiptajöfnuð við. Brasilía er ekki eitt þeirra ríkja.

Telja því margir að vinátta Trump og Bolsonaro sé fyrst og fremst ástæðan fyrir gjörðum forsetans bandaríska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla