Félagarnir Baldur Rafn Gylfason og Einar Bárðarson fóru saman til Istanbúl í byrjun maí, þar sem þeir gengust báðir undir hárígræðsluaðgerð. Þeir segja frá ferlinu öllu í spjalli við Ásgeir Kolbeinsson í hlaðvarpi Einars, Einmitt.
Segir Einar marga verða sköllótta mjög snemma og ræða þremenningarnir að það fari mönnum misjafnlega vel að vera sköllóttir, Jason Statham og Auðunn Blöndal segja mér dæmi um menn sem beri skallann vel.
Baldur Rafn segist ekkert hafa ætlað að gera í skallanum, en hann kennir vinum sínum um að hafa hugleitt aðgerðina. „Ég ætla nú að kenna þeim bara um þetta, þennan hégóma hjá mér sko, voru svona svolítið alltaf, sérstaklega eftir einn tvo, aðeins að ýta í skallann, aðeins að stríða mér. Þeir geta hætt að stríða mér núna.“
Einar segir Baldur Rafn kannski vera meira inn í málunum þar sem hann hefur starfað lengi í hárgreiðslubransanum. Strákarnir ræða kostnaðinn og segir Baldur Rafn hafa skoðað að fara á stofu í Frakklandi sem stjörnurnar sækja, en meðmælin hafi ekki verið góð.
„Það sem Tyrkland hefur er að hjá þeim er þetta bara eins og fiskurinn var hjá okkur. Þetta er bara eins og túrisminn hjá okkur núna, að þetta er bara iðnaður. Þannig að þarna eru gerðar hér um bil sirka þúsund aðgerðir á dag. Þeir eru bara búnir að gera sér grein fyrir þarna eru þeir að fá túrista inn, eyða peningum í þessar aðgerðir,“ segir Baldur, sem bætir þó við að þurfi að velja rétt.
„Um leið og þú bara tikkar á eitthvað á Instagram af þessu þá bara drukknarðu í tilboðum Og alveg frá bara hamborgaratilboðinu fyrir alla fjölskylduna, það var 3990, og svo bara alveg upp í 3,86 milljónir og þá ertu bara sóttur á Selfossflugvelli bara í einkavél og flogið bara beint.“
Sami aðili stýrði og gerði aðgerðir á bæði Baldri Rafni og Einari. Þeir voru í herbergi hlið við hlið og segist Baldur Rafn hafa brotið bara meðan aðgerðin fór fram. Þeir lýsa hvernig aðgerðin fer fram.
„Þetta er ekki eins brútal og sumar myndirnar sýna. Þú ert rakaður sem sagt, hárið er rakað af þannig að það er bara 0,3 að lengd, bara smástubbar, bara með rakvél. Svo ertu deyfður með sprautum,“ segir Baldur Rafn. Einar segir það hafa verið óþægilegt í svona korter.
Allt höfuðleðrið er deyft. „Svo finnurðu ekki neitt. Þú finnur bara að það er verið að krukka eitthvað í þér, einhvern anda í hnakkann á þér. Og svo er hárið plokkað úr og geymt í einhverjum skálum. Ægilega flott. Og eftir hádegismat þá fara þeir að klára þetta.“
Ferlið tekur heilan dag með öllu og segja þeir að þeim hafi alls ekki liðið eins og þeir væru á einhverju færibandi. Um 4000 hár voru flutt hjá Baldri Rafni, en um 4800 hjá Einari. Segja þeir suma fara aftur eftir nokkur ár.
„Ég til dæmis ætlaði bara að láta setja í skallann á mér. Mér fannst ég bara vera með fína hárlínu að framan. Svo þegar hann teiknaði, sýndi mér og vildi bæta þar líka, en það sem þeir gera að þeir sjái að skoða hvernig hárið á þér er að þynnast. Þannig að þeir bættu líka svona ákveðnum part hérna þar sem það myndi þynnast næst á mér,“ segir Baldur Rafn og segir þannig að einnig sé um forvarnir að ræða. „Það var meira verkefni hjá þeim að klára mig heldur en Baldur,“ segir Einar.
„Það er sami læknirinn í þessu tíu manna teymi og er búinn að vera frá byrjun og framkvæmdastjórinn, aðgerðastjórinn sem stýrði okkar aðgerð, hann er búinn að vera þarna í tíu-tólf ár. Og við skoðuðum myndir nokkur ár aftur í tímann og þetta var allt sama fólkið.“
Strákarnir útskýra svo svitabandið sem þeir eru með á hausnum. Það sé ástæða fyrir notkun þess. Við aðgerðina er sett serum, PRP plasmatækni, sem er sett í hársvörðinn og flýtir bataferlinu. „Þetta er bara eins og að setja skít á tún á vorin. Það er tekið blóð og svo er því
sprautað aftur í hársvörðinn til þess að þú sért bara með áburð inni í komandi daga,“ segir Einar. Síðan þurfi að sofa útréttur í nokkrar nætur og svitabandinu sé ætlað að halda seruminu á sínum stað svo það leki ekki niður í andlitið. Segir Einar hafa sofið eitthvað rangt eina nóttina og serumið þannig lekið í augað á honum.
„Eftir þessa ferð okkar og við erum búin að ræða við alls konar fólk, við vorum búnir að stúdera mjög mikið aðra kosti. Var það að okkur leið eins og við værum svona handmade taska. Ekki fjöldaframleidd taska af því að þeir leggja hárin eins og þitt hár liggur. Skilurðu, ef ég er með sveip svona í hring eða svona þarna, þá reyna þeir að fylgja því svolítið eftir. Svo eru mjög margar klíníkur þannig sem eru svona fjöldaframleiddar töskur, eitthvað að þessu er bara stungið ofan í, klikk klikk klikk, það er bara verið að drífa þetta af. Og þú vilt það ekkert, þú verðir bara eins og þarna tröllin bara bang út í loftið. Og okkur fannst svolítið kúl að heyra þegar hann var að lýsa hvernig hann leggur hárið rétt í.“
Félagarnir ræða einnig borgina Istanbúl sem þeir segja geggjaða borg, sem bjóði upp á bæði vestræna veitingastaði og verslanir, og einnig ýmsa tyrkneska upplifun, eins og tyrknesku böðin.
Hérna við náttúrulega létum ekki segja okkur það tvisvar og við erum náttúrulega að koma þangað til Istanbúl og viljum haga okkur eins og innfæddir. Og svo erum við svona eitthvað svo náttúrulega á leiðinni út á flugvöll að svona, bíddu já bíddu, tyrkneskt baðhús og og við eigum eitthvað svona að bíða eftir flugvélinni og gúggla.
Einar segir dóttur sína hafa verið að útskrifast úr Verslunarskólanum tveimur vikum eftir aðgerðina og hún hafi spurt hvort hann ætlaði ekkert að vera með á útskriftarmyndunum, af því að ekki yrði hann með svitabandið á myndunum. Segist hann ekki alveg hafa hugsað tímasetninguna til enda, en á útskriftardeginum hafi fáir tekið eftir að hann hefði verið í einhverri aðgerð.
Segja þeir að einnig séu gerðar aðgerðir á augabrúnum og skeggi í Tyrklandi. Segir Baldur Rafn okkur einfaldlega mjög á eftir hérlendis þegar kemur að svona aðgerðum.
„Við getum kannski opnað bara umræðuna á jákvæðan hátt. Nú er komin ný lausn, sem er ótrúlega einföld, ef þú hefur tímann og týmir pening. Menn eiga ekki að vera feimnir við þetta, þetta er bara núll mál.“
Segjast þeir að þeim sem áhuga hafa á aðgerðinni sé velkomið að finna þá á samfélagsmiðlum og senda þeim skilaboð. Kynningarkvöld verði einnig haldin þar sem farið verður yfir ferlið.
Fylgjast má með þeim á Instagram hér.
Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér.