fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Geir Waage ekki sáttur: „Þá er verið að kenna villu­trú og það hef­ur mjög slæm­ar og al­var­leg­ar afleiðing­ar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. júní 2025 08:00

Geir Waage. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Geir Waage, pastor emiritus, er ekki sáttur við þær breytingar sem boðaðar hafa verið í handbókardrögum sem Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, kynnti á prestastefnu fyrir skemmstu.

Geir er til viðtals í Morgunblaðinu í dag en þar er fjallað um breytingarnar sem fela meðal annars í sér að kvengera guð og tala um öll kyn. Þá er óður til Allah birtur á arabísku í íslenskri sálmabók.

„Hér er um óvita­skap að ræða. Mér vit­an­lega eru kyn­in líf­fræðilega tvö, karl­ar og kon­ur. Svo eru til alls kon­ar af­brigði sem hafa alltaf verið, bæði hvað varðar lík­ams­gerð og hneigðir,“ segir Geir meðal annars við Morgunblaðið.

Hann segir alvarlegast í þessum drögum þó vera breytingin á þrenningarlærdómnum svokallaða og guð kvengerður.

„Þegar menn eru farn­ir að skipta föðurn­um, skap­ar­an­um, út fyr­ir eitt­hvað annað þá erum við kom­in á villuvegu. Þá er verið að kenna villu­trú og það hef­ur mjög slæm­ar og al­var­leg­ar af­leiðing­ar þegar til lengd­ar læt­ur. Ef mönn­um finnst eitt­hvað vanta upp á kven­kynið í hina helgu fjölskyldu þá er María Guðsmóðir þar á sín­um stað,“ segir hann við Morgunblaðið þar sem fjallað er nánar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi