fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. maí 2025 08:00

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður fóru fram í íbúahópi Garðabæjar á Facebook um helgina eftir að þar birtist færsla frá konu sem lýsti upplifun sinni eftir heimsókn í Ásgarðslaug síðastliðinn laugardag.

„Góðan dag! Ég var í Ásgarðssundlaug í morgun og tók eftir því að ungir menn eru í nærbuxum undir sundfötunum!!! Kannski er það þvotturinn á þeim? Mér finnst þetta ógeðslegt! Er þetta svona,” spurði konan og tóku ýmsir undir með henni.

„Svona er þetta orðið, það sjást engir sturtuverðir eða starfsfólk í búningsklefum lengur. Sé þetta í mínum daglegu sundferðum, ungir menn skella sér í stuttbuxur yfir nærbrækur sem enginn veit hvenær voru síðast þvegnar. Ótrúlegt að ekkert sé gert í þessu,“ sagði einn í athugasemdum.

„Mér skilst nú að þeir flestir fari í hreinar nærbuxur undir sundskýluna ekki óhreinum,“ sagði önnur kona.

Enn annar sagðist hafa heyrt af ungum mönnum sem æfa íþróttir og fari í pottinn án þess að fara í sturtu. „Starfsfólkið vill ekki taka slaginn lengur enda er því mætt með stælum og hroka,“ sagði viðkomandi.

Einn íbúinn sagðist hafa verið í sundi þennan sama dag þegar þrír stálpaðir drengir, líklega um tvítugt, komu ofan í. Einn þeirra hafi verið í nærbuxunum.

„Starfsmaður kemur fljótlega og talar við hann og drengurinn var bara mjög kurteis. Stuttu síðar kemur starfsmaðurinn aftur og er þá með lánsbuxur fyrir drenginn og hann hleypur inn og skiptir,“ sagði viðkomandi og tók fram að allir hefðu verið rólegir og kurteisir. Svo bætti viðkomandi við:

„Ég er fastagestur í flestum laugum höfuðborgarsvæðisins og á sundkort í nánast öllum laugum landsins. Ég hef svo alltof oft séð starfsfólk eiga afskipti af sundlaugargestum fyrir m.a. nærbuxur í lauginni, sturtuferðir áður en farið er ofan í og yfirgang í börnum og unglingum og fá hreinlega yfir sig dónaskap og hroka. Skil vel að þeir séu ekkert sérstaklega viljugir til „taka slaginn“ þegar það er málið að fólk sé með leiðindi á móti,“ sagði íbúinn.

Í umræðunum sést þó glöggt að allir eru sammála því að það eigi ekki að viðgangast að menn komist upp með að fara í nærbuxunum ofan í laugarnar. „Finnst þetta ekki smekklegt,“ segir einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“