fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. maí 2025 07:23

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi í Hafnarfirði, hverfi 220, fyrir húsbrot og líkamsárás. Maðurinn var vistaður í fangaklefa en frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu nú í morgunsárið yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Þrír gista fangageymslur lögreglu en alls eru 50 mál skráð í kerfi lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Í hverfi 110 var tilkynnt um hestaslys þegar kona féll af hestbaki og hlaut höfuðáverka. Hún var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Þá handtók lögregla mann fyrir skemmdarverk í hverfi 108 og var hann vistaður í fangageymslu.

Loks voru nokkrir ökumenn stöðvaðir fyrir ýmsar sakir, einn fyrir ölvun við akstur í hverfi 105. Annar var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í hverfi 104, en hann ók bifreið sinni á 106 þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Við athugun kom í ljós að hann var undir áhrifum áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“