Þrír gista fangageymslur lögreglu en alls eru 50 mál skráð í kerfi lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Í hverfi 110 var tilkynnt um hestaslys þegar kona féll af hestbaki og hlaut höfuðáverka. Hún var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar.
Þá handtók lögregla mann fyrir skemmdarverk í hverfi 108 og var hann vistaður í fangageymslu.
Loks voru nokkrir ökumenn stöðvaðir fyrir ýmsar sakir, einn fyrir ölvun við akstur í hverfi 105. Annar var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í hverfi 104, en hann ók bifreið sinni á 106 þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Við athugun kom í ljós að hann var undir áhrifum áfengis.