fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. maí 2025 10:18

Gummi Kíró Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eng­ar eign­ir feng­ust upp í lýst­ar kröf­ur í þrota­búi fé­lags­ins GBN-2024. Sam­kvæmt aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blaðinu voru lýst­ar kröf­ur 34.666.416 krón­ur, skiptum var lokið 23. apríl.

Eigandi GBN-2024 var Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró.

Eins og DV greindi frá þann 19. nóvember síðastliðinn var félagið úr­sk­urðað gjaldþrota hjá Héraðsdómi Reykja­ness, en það hét áður Kíróprak­torastöð Reykja­vík­ur ehf.

Sjá einnig: Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

„Það má segja að þetta hafi byrjað í COVID þar sem röð mistaka gerði það að verk­um að það safnaðist upp skuld­ir hjá fé­lag­inu. Fyr­ir­tæki fengu þann mögu­leika á að frysta greiðslur til skatts­ins eða staðgreiðslu vegna launa­greiðslna sem við nýtt­um okk­ur á sín­um tíma. Laun hjá fyr­ir­tæk­inu voru há og skuld­in hækkaði hratt, sagði Guðmundur í samtali við Smartland 27. nóvember 2024.

„Ég náði að lækka heild­ar­skuld­ir heil­mikið niður en síðasti hjall­inn var skatt­ur­inn og á end­an­um náði ég ekki að semja við hann. Skatt­ur­inn er harður hús­bóndi þegar kem­ur að rekstri en ég sem bet­ur fer náði að greiða allt annað niður. Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur sem ég tek með mér og mun gera enn bet­ur.“ 

Nú í mars stofnaði Gummi nýtt fyrirtæki, ásamt Kristjönu Björk Barðdal, umboðsskrifstofu fyrir áhrifavalda. Kristjana sagði frá fyrirtækinu í viðtali hjá Fókus:

Sjá einnig: Kristjana stekkur beint út í djúpu laugina og stofnar fyrirtæki með Gumma Kíró

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“