fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lögð niður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. maí 2025 14:30

Heyrnar- og talmeinamiðstöð Íslands er til húsa í Hraunbæ 115 í Reykjavík. Mynd/Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynnt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda áform um að leggja Heyrnar- og talmeinastöð Íslands niður og færa starfsemi hennar að miklu leyti undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Á vefsíðu Heyrnar- og talmeinasmiðstöðvar segir að hún sé miðstöð þekkingar í heyrnar- og talmeinum á Íslandi, veiti þjónustu á landsvísu og sé það hlutverk hennar að þjóna þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með mál og talmein.

Í samantekt kemur fram að frumvarp til laga um brottfall á lögum um Heyrnar- og talmeinastöð byggi á samþykkt fyrri ríkisstjórnar frá 2023.

Forsaga málsins er sú, samkvæmt samantektinni, að starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands hafi reglulega verið til skoðunar en þrír starfshópar á vegum ráðuneytisins hafi skilað niðurstöðum sínum til ráðherra frá árinu 2017. Í samræmi við niðurstöður tveggja starfshópa hafi hluti af starfseminni verið fluttur til Landspítala og heyrnarfræðingar hafi fengið löggildingu sem heilbrigðisstétt. Samhliða hafi verið stefnt að brottfalli laga um miðstöðina en þau áform hafi ekki enn náð fram að ganga.

Stefnt að sameiningu í 30 ár

Segir enn fremur í samantektinni að Ríkisendurskoðun hafi framkvæmt stjórnsýsluendurskoðun á starfsemi stofnunarinnar árið 1994 og lagt til sameiningu við svokallaða við HNE-deild Borgarspítalans, sem einnig hafi verið tillaga starfshóps frá árinu 2017, til að tryggja markvissari samvinnu og samnýtingu fagþekkingar. Árið 2019 hafi annar starfshópur skilað niðurstöðum til heilbrigðisráðherra þar sem meirihlutinn lagði til að lög um Heyrnar- og talmeinastöð yrðu felld úr gildi og að þjónusta stofnunarinnar yrði sameinuð göngudeildarstarfsemi HNE-deildar Landspítala.

Í júlí 2024 hafi heilbrigðisráðherra síðan skipað starfshóp um stefnumótun í heyrnarþjónustu sem hafi lagt til að sett yrði á fót sérhæfð þverfagleg þjónustueining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í stað Heyrnar- og talmeinamiðstöðvar. Hafi hópurinn lagt til að hin nýja þjónustueining taki að mestu leyti við núverandi verkefnum stofnunarinnar sem verði lögð niður samhliða brottfellingu laganna. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sinni grunnþjónustu og fræðslu, en sérfræðiþjónusta fari að mestu fram á öðru stigi heilbrigðisþjónustu, þ.e. hjá sjálfstætt starfandi heyrnarfræðingum og framangreindri þjónustueiningu. Ekki sé gert ráð fyrir breytingum á þriðja stigs þjónustu sem veitt sé á Landspítala sem áfram sinni nýburaskimunum, ígræðsluaðgerðum og öðrum heyrnarbætandi aðgerðum. Þá séu lagðar til breytingar á umsóknarferli styrkja vegna heyrnartækja og annarra nauðsynlegra hjálpartækja fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa. Lagt +se til að það verði á ábyrgð Sjúkratrygginga að afgreiða slíkar umsóknir eins og umsóknir um önnur hjálpartæki, til að jafna stöðu hópsins varðandi aðgengi að nauðsynlegum hjálpartækjum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður á Akureyri mældist með alkóhól í útblæstri eftir að hafa borðað súrdeigsbrauð – „Ég hef aldrei drukkið“

Ökumaður á Akureyri mældist með alkóhól í útblæstri eftir að hafa borðað súrdeigsbrauð – „Ég hef aldrei drukkið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkja og synir látins manns tókust á um séreignasparnað og túlkun kaupmála

Ekkja og synir látins manns tókust á um séreignasparnað og túlkun kaupmála