fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. maí 2025 14:38

Bassi er þekktur tónlistarmaður og raunveruleikasjónvarpsstjarna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og raunveruleikasjónvarpsstjarnan Bassi Maraj hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra. Það er að hann hafi vafið snúru greiðsluposa um háls bílstjórans og bitið hann í hnakkann.

Mannlíf greinir frá þessu.

Samkvæmt ákærunni átti atvikið sér stað í Bryggjuhverfinu í Árbænum þann 11. febrúar árið 2023. Sagt er að Bassi hafi bitið í hnakka bílstjórans og vinstri öxl, kýlt hann með krepptum hnefa í ennið, tekið hann kverkataki og vafið snúrunni um háls hans.

Hlaut bílstjórinn tognun á hálsi, blæðingu undir slímhúð hægri auga, bitför og mar á hægri öxl og upphandlegg og yfirborðsáverka á háls og vinstri úlnlið.

„Komdu með símann minn eða ég fokking drep þig,“ er Bassi sagður hafa sagt og þar með haft í hótunum við bílstjórann.

Við öryggisleit á lögreglustöðinni í Hverfisgötu hafi lögregla fundið 0,08 grömm af amfetamíni á honum.

Er þess krafist að Bassi verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Leigubílstjórinn gerir einkaréttarkröfu upp á tæpa 1,6 milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Í gær

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Í gær

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Áhrifavaldur og sósíalisti fá styrki til náms í Bandaríkjunum

Áhrifavaldur og sósíalisti fá styrki til náms í Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Þórður afhjúpar hvernig stjórnarandstaðan nálgast þinglokasamninga – „Við það er ekki hægt að una“

Þórður afhjúpar hvernig stjórnarandstaðan nálgast þinglokasamninga – „Við það er ekki hægt að una“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnvöld hafa brugðist barnafjölskyldum – „Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja“

Segir stjórnvöld hafa brugðist barnafjölskyldum – „Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvar línan sé dregin eftir „hættulega“ niðurstöðu Landsréttar – „Skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings“

Spyr hvar línan sé dregin eftir „hættulega“ niðurstöðu Landsréttar – „Skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings“