fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. maí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar Colas, í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í gær.

Mikil hlýindi hafa verið á landinu síðustu daga og hefur orðið vart við bikblæðingar víða. Á vef Vegagerðarinnar í morgun var til dæmis bent á að vart hefði orðið við blæðingar í sunnanverðum Hvalfirði, Snæfellsnesvegi, Borgarfirði upp að Holtavörðuheiði, á Bröttubrekku, norðan Búðardals, sunnanverðum Vestfjörðum, við Víðigerði, við Vatnsdalshóla, á Öxnadalsheiði, á Ólafsfjarðarvegi, á Víkurskarðsvegi, Aðaldalsvegi, við Ljósavatn, á Mývatnsöræfum, á Fagradal, Fjarðarheiði, Suðurlandinu og við Kerið.

Getur orðið lífshættulegt

Sigþór segir að vegfarendur séu margir argir vegna þessa, eðlilega, og hefur fréttaflutningur ekki farið fram hjá Sigþóri eða öðrum sem starfa í sama geira.

„Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar,“ segir Sigþór sem spyr síðan hvers vegna þetta gerist ítrekað og hvers vegna vegirnir okkar séu svona.

„Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara,“ segir hann.

Malbik frekar en klæðning

Sigþór segir í grein sinni að lausnirnar séu í sjálfu sér einfaldar en ekki sé hægt að færa vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Hann nefnir nokkur atriði máli sínu til stuðnings:

  • Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðning (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga.

  • Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt.

  • Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði.

  • Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag.

Sigþór segir að vegfarendur séu pirraðir og reiðir og helli úr skálum sínum á vefmiðlum. Bendir hann á að vegagerðin verði oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo verktakarnir sem vinna verk sín við að lappa upp á hálfónýtt vegakerfið.

„Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni.“

Túristasprengja og landflutningar

Sigþór ræddi þessi mál í gær í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ásamt Ólafi Guðmundssyni umferðaröryggissérfræðingi eins og Vísir greindi frá. Í umfjölluninni sagði Ólafur meðal annars að þegar farið var að leggja bundið slitlag á vegi upp úr 1960 hafi klæðning verið notuð sem er ódýrasta lausnin.

„Það dugði lengi vel, þangað til svona 2011 – 2012. Þá gerðist tvennt. Túristasprengjan, allt árið um kring og landflutningar,” sagði hann og bætti við að álagið á vegina væri miklu meira núna en áður. Ef vegir væru malbikaðir myndu þeir duga í 15-20 ár en klæðningin dugi ekki nema í 2-3 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum
Fréttir
Í gær

Mikill viðbúnaður vegna farþegaskips við Ísafjarðardjúp – Tvær þyrlur á vettvang

Mikill viðbúnaður vegna farþegaskips við Ísafjarðardjúp – Tvær þyrlur á vettvang
Fréttir
Í gær

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Í gær

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“
Fréttir
Í gær

Mannbjörg varð þegar bátur strandaði fyrir utan höfnina á Rifi í morgun

Mannbjörg varð þegar bátur strandaði fyrir utan höfnina á Rifi í morgun