Maður hefur verið ákærður fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi og gegn barnaverndarlögum með því að hafa mánudaginn 9. október árið 2023 tekið upp án samþykkis myndband á farsíma sinn af tveimur drengjum þar sem sást í rass þeirra og kynfæri. Er hann þar með sagður hafa framleitt myndefni sem sýndi börn á kynferðislegan hátt.
Ákæra málsins er nafn- og staðreyndahreinsuð. Kemur fram að atvikið átti sér stað í búningsklefa í Reykjavík en ekki koma fram nánari upplýsingar um staðsetningu. Að öllum líkindum er um að ræða búningsklefa sundstaðar.
Í ákærunni segir ennfremur: „Með háttsemi sinni sýndu ákærði börnunum jafnframt yfirgang, ósiðlegt athæfi og vanvirðandi framkomu.“
Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þann 19. maí. Þinghald í málinu er lokað.